SunnanVinda

title

Click to add text, images, and other content

Ayurveda

 

  Hvað er ayurveda?

Ayurveda (Lífsviska)

Inngangur

Orðið “Ayurveda” er úr Sanskrit og samanstendur úr tveim orðum “Ayu”,   sem þýðir Líf og “Veda”, sem þýðir Þekking, þ.e. Ayurveda – Lífsþekking eða Lífsviska..

Ayurveda –  sem lífsform skilgreinir vellíðan,  sem meðvitað andlegt og líkamlegt ástand í jafnvægi.

Jafnframt skilgreinir  Ayurveda heilbrigði sem hamingju og veikindi, sem sorg. Þetta vísar einnig að tveim markmiðum þ.e. að öðlast ‘Sukha’ -  eða hamingju og mikilvægi þess að öðlast hugarfar hamingju og vellíðan allt æfiskeiðið.

Ayurveda skilgreinir líkamann, sem einingu fimm þátta; Aakash eða Rými (Space), Vayu eða Loft, Agni eða Eld, Jala eða Vatn  og Prithvi eða Jörð auk   Aatma sem er Andinn eða sálin.  Þessir fimm þættir  mynda síðan saman lífsformin þrjú eða Doshas , sem stýra starfsemi líkamans, þ.e. Vata (Aakash+Vayu), Pitta (Agni+Jala) og Kapha (Jala+Prithvi). Til að viðhalda góðri heilsu og hamingju (Sukha) er mikilvægt að þessir þrír grundvallarþættir séu í jafnvægi.

Ayurveda fjallar um  Dinacharya eða daglegt fyrirkomulag annars vegar og Rutucharya eða árstíða bundna þætti. Hér er átt við áherslu og áherslubreytingar á matarræði, hvíld, svefn, gnægð kynlífs og slökunar.  Allt þetta stuðlar að jafnvægi með Doshunum þrem. Hugarfar er síðan að sjálfsögðu mikilvæg brú milli líkama og sálar.   Heilbrigði samkæmt kenningum Ayurveda er samansett af jafnvægi Líkama – Huga og vellíðan Sálar.  Þegar við erum meðvituð um líkamlega þætti og þær breytingar, sem eru í stöðugum ferli allt í kringum okkur og með því að nota þekkingu og kenningar  Ayurveda getum við sjálf alltaf viðhaldið góðu heilsufari. Einnig eru árstíðabundnir viðhalds- og endurnýjunardagar nausynlegir (rejuvenation), þannig eldumst við hægar og jafnvel í sumum tilvikum getum “yngst”. Ayurveda leiðbeinir einnig um hegðun, sem er vissulega mikilvægt,  til að viðhalda góðu andlegu hugarfars jafnvægi.

Það eru margvíslegar, bæði ytri og innri þættir, meðferðir stundaðar í Ayurveda, sem eru nauðsynlegar til að viðhalda góðri heilsu, græða sjúka og stuðla að langlífi. Þessir þættir meðferðar eru fjórir og sá fyrsti  er ‘Vaidya’, en byrjað er oftast á að ráðfæra sig við   Ayurveda lækni, ‘Vaidya’, sem bæði greinir persónuleikann (Dosha), kannar líkamlegst ástand með hlustun og blóðflæðisskoðun og veitir ráðgjöf. Ayurveda kennir að hver og einn einstaklingur er sérstakur; það er því ekki neitt standard program eða eins “lyfseðill”. Virðing fyrir einstaklingnum er í fyrirrúmi; Hver og einn fær skoðun á bæði líkamlegum þáttum og andlegum auk þess að farið er  ítarlega og með ákveðinni gagnrýni um lífsstíl og hegðun, heilsufarssögu, þarfir og langanir, auk hvað þér líkar eða mislíkar. Úrbóta ráðgjöf Ayurveda læknis getur m.a. verið ráðleggingar um  breytingar á lífsstíl, ráðgjöf um matarræði og þær meðferðir í öðrum þætti, sem æskilegt er að fara í hjá Ayurveda meðferðaraðila, sem oftast er  sérlærður Ayurveda nuddari, sérstaklega menntaður til að beina orkuflæði þínu og umhverfisins í jákvæðar brautir. Þetta tryggir einstaka meðferð og einstaklingsbundna upplifun með það að markmiði að viðkomandi fái tilfinningu fyrir langtíma slökun og heilun. Þriðji þátturinn felst  í þeim úrbótum sem gefnar eru í formi græðijurta Ayurveda.  Jurtirnar geta verið í margvíslegu formi, nýjar eða þurkaðar, í hylki eða sem jurtaseyði, jurtaolíur eru einnig mikilvægar. Margvíslegar blöndur jurta eru notaðar, allt eftir því hvað hver og einn  þarfnast.

Fjórði þátturinn í Ayurveda meðferð og sá mikilvægasti ert svo þú. Löngun þín og orka til að öðlast vellíðan og góða heilsu er mikilvægur þáttur í hverri Ayurveda meðferð.

Ayurveda er einnig alltaf  náið tengd Yoga; mikilvægt er að viðhalda réttri líkamsstöðu og stunda öndurnaræfingar;  þannig  er markvisst hægt að þróa líkama og anda í átt að innri ró og öðlast  andlega fullnægju. Þannig stuðlar Ayurveda að jafnvægi lífsins.

BÞ/10/2007

 

Það má lýsa ayurveda á marga vegu. Einn gæti sagt að það væri lækningakerfi komið frá guði til manna í hinu forna Indlandi. Annar að það væri ævafornt lækningakerfi sem þróaðist á Indlandi. Sá þriðji að það væri nútímalegt lækningakerfi sem notað er á Indlandi í dag og víða um heiminn. Sá fjórði gæti sagt að það væri ekki einungis lækningakerfi, heldur lífsmáti. Það sem er svo frábært við ayurveda er að allir hafa rétt fyrir sér, allt eftir því frá hvaða sjónarhorni horft er á ayurveda. Það er allt þetta og meira.

Ayurveda svipar til hefðbundinna kínverskra lækninga hvað varðar hagnýta notkun á heimspekilegri hugmyndafræði. Hún byggist á kenningum um lífsorkuna sem kínverska hugmyndafræðin kallar

qi en ayurveda kallar prana.Bæði kínverska hugmyndafræðin og ayurveda eru grundvallaðar á tveggja póla náttúruhugtökum, yin og yang í kínversku fræðunum en shiva og shakti í ayurveda fræðunum. Bæði kerfin flokka sjúkdóma niður í fimm frumkrafta og þrjár gerðir. Hið síðarnefnda er þó mikilvægara hugtak í ayurvedafræðunum en þeim kínversku.

Ayurveda hefur haft áhrif á annað fornt náttúrulækningakerfi í Mið-Austurlöndum sem nefnist unani en þangað eiga svo hinar hippókratísku lækningaraðferðir Grikkja og Rómverja rætur að rekja. Rómverjinn Galen lagði svo grunninn að hefðbundnum evrópskum lækningum. Að lokum eru sterk söguleg rök fyrir því að indverskir fræðimenn hafi borið með sér ayurveda fræðin um Tíbet til Kína, þannig að með sanni má segja að ayurveda sé „móðir náttúrulækninga”.

Hefðbundna skýringin á ayurveda er rituð á sanskrít. Orðið ayus eða ayur þýðir líf og orðið veda þýðir þekking eða vísindi. Svo að ayurveda þýðir þekking eða vísindi um hvernig á að lifa lífinu. Ekki hvaða lífi sem er, heldur löngu og heilbrigðu lífi. Ayurveda gerir það með því að kenna okkur að skilja hvernig allt í veröldinni hefur áhrif á heilsu okkar og velferð. Maturinn sem við borðum, æfingarnar sem við gerum, atvinna okkar, ferðamáti, búseta og nágrannar, allt snertir þetta líf okkar og hefur áhrif á heilsufarið. Ayurveda kennir okkur líka að taka viturlegar ákvarðanir um hvernig við getum öðlast þau lífsgæði sem við eigum skilið.

Ayurveda eru vísindi sjálfsheilunar, því að þegar við vitum hver við erum, hvert upplag okkar er og hvernig við veikjumst vegna ójafnvægis, þá verðum við fær um að aðlaga lífsmátann á þann hátt sem óskað er, til að viðhalda þeirri heilsu og langlífi sem við sækjumst eftir.

Ayurveda kennir að maðurinn samanstandi af þremur þáttum; líkamlegum, duldum og orsakabundnum. Það er sambærilegt við líkama, hug og sál hjá okkur vesturlandabúum. Heilsa, samkvæmt ayurvedafræðunum, er jafnræði tjáningar þessara þriggja þátta. Frumefnin í ayurveda eru ólík kínversku hugtökunum eldur – jörð – málmur – vatn – viður. Í ayurveda eru hugtökin eldur – jörð – vatn – loft – rými (ether). Bæði lækningakerfin reyna að útskýra tengslavirkni allra fyrirbæra í náttúrunni. Þó er hin hagnýta jarðbundna kínverska skilgreining á málmi og tré og hin ævaforna indverska andlega og trúarlega skilgreining á lofti og rými engan vegin sambærilegar.

Purusha/Prakruti

Samkvæmt ayurveda er hver einasta mannvera sköpunarverk alheimsins. Hin hreina meðvitund alheimsins samanstendur af tvenns konar orku, karlorku sem kallast purusha, og kvenorku sem kallast prakruti. Purusha er ákvarðanalaus og hlutlaus vitund en prakruti er ákvarðanamikil og virk meðvitund. Prakruti er hinn guðlegi sköpunarkraftur. Purusha tekur ekki þátt í sköpun en prakruti framkvæmir hinn guðlega dans sköpunarinnar sem kallast leela. Í sköpuninni birtist prakruti, fyrst sem óviðjafnanlegir vitsmunir sem kallast mahat. Mahat er aðal buddhi-lögmálið (vitsmunir einstaklingsins) og birtist sem sjálfsmynd, kallað ahamkara, sem er sjálfið. Ahamkara er undir áhrifum þriggja megin alheimseiginleika sem kallast satva, rajas og tamas. Satva ber ábyrgð á skýrleika skynjunarinnar, rajas veldur hreyfingu, skynjun,tilfinningu og geðshræringum en tamas er tilhneiging til aðgerðarleysis, myrkurs, þyngsla og er ábyrgt fyrir tímabilum óreiðu og djúpum svefni

Myndbirting sköpunar

Frá kjarna satva eru skilningarvitin fimm sköpuð. Eyra til að heyra, húð til að finna snertingu, augu til að sjá með, tungu til að smakka og nefið til að lykta. Kjarni rajas birtist sem hreyfilíffærin fimm, talfæri, hendur, fætur, kynfæri og líffæri úrgangslosunar. Hugurinn á rætur að rekja til satva en rajas birtist sem prana; lífskrafturinn. Tamasic-eiginleikinn ber einnig ábyrgð á sköpun tan matra, sem eru frumefnin en frá þeim birtast grunnfrumkraftarnir fimm, rými, loft, eldur, vatn og jörð. Það er frá einskærri vitund sem að rýmið myndbirtist.

Fimm frumefni AYURVEDA

FrumkrafturSkynfæriSkynjunLíkamshlutarEiginleiki frumkraftsBragð og eiginleikar í mat og lyfjum
ETHER(Akasha) 

 

Rými

EyruHeyrnBláæðar, rásir slagæðar hvilftir/holLúmskur hljóð botnlaus, létturBitur og herpandi
AIR (Vayu) 

 

Loft

HúðSnertingHreyfingar óróleg virkni og gaskennd efni.Þurr, kaldur grófur, þrýstingurRammur, bitur og herpandi
FIRE (Tejas) 

 

Eldur

AuguSjónMelting, efnaskipti sem framleiða hitaHiti, virkni, ljós, skýr, súrRammur, súr
WATER (Jala) 

 

Vatn

TungaBragðLíkamsvessarVökvi, kalt og mjúktSætt og salt
EARTH (Prithvi) 

 

Jörð

NefLyktBein og brjóskÞéttur, þungur stöðugur, hægur, óhreyfanlegurSætur, súr og herpandi.

Rými Útvíkkun vitundar er rými og rými er afgirt. Við þurfum rými til að lifa og frumur okkar innihalda rými. Taugafrumu- og innyflarými veita vefjunum frelsi til að starfa eðlilega. (Breyting á rými vefjar getur leitt til sjúklegs ástands.) Rýmið á milli tveggja samliggjandi taugafruma stuðlar að boðskiptum en rými í huganum stuðlar að ást og samúð.

Loft

Hreyfing vitundarinnar fer eftir því í hvaða átt breytingar í rýminu eiga sér stað. Stefna atburðarrásarinnar orsakar fíngerðar hreyfingar innan rýmisins. Frá sjónarhorni ayurveda er þetta lögmál loftsins. Það er segulsvið alheimsins sem er ábyrgt fyrir hreyfingu jarðar, vinds og vatns.

2

Fulltrúi þess í líkamanum er líffræðilegt loft sem ber ábyrgð á innstreymi og útstreymi, skynjun og ósjálfráðum hreyfingum hreyfitauga. Þegar húð er snert berst snertiskynjunin til heilans sem ósjálfráð skynjun. Viðbrögðin, sem eru hreyfiviðbrögð berast til baka frá heilanum. Þetta er mjög mikilvæg virkni loftsins. Öndun er háð hreyfingum þindar. Innyflahreyfingum og frumuhreyfingum er einnig stjórnað af líffræðilega lögmálinu um loft. Einnig hreyfingum hugsunar, löngunar og vilja.

Eldur

Þar sem er hreyfing er líka núningur sem skapar hita, þannig að þriðja myndbirting vitundarinnar er eldur, lögmál hitans. Það eru margir fulltrúar eldsins í líkamanum. Sólarplexusinn er aðsetur eldsins og lögmál hitans stjórnar líkamshitanum. Eldur stjórnar einnig meltingu, uppsogi næringarefna og samlögun. Eldurinn er í augunum, þess vegna skynjum við ljósið, og ljómi augnanna er afleiðing lögmáls eldsins. Það er eldur í heilanum, í gráa efninu sem stjórnar skilningi og þakklæti. Eldur er nauðsynlegur fyrir umbreytingu, viðurkenningu, þakklæti og skilning. Í okkar litla alheimi er sólin brennandi bolti vitundar sem gefur okkur ljós og hita. Í líkamanum er fulltrúi sólarinnar hinn líffræðilegi eldur, sólarplexusinn, sem færir okkur hita, meltingu og lifrarstarfsemi.

Vatn

Vegna hitans frá eldinum bráðnar vitundin í vatn. Samkvæmt efnafræðinni er vatn H2O, en samkvæmt ayurveda er vatn vitund í vökvaformi. Vatn er í margs konar formi í líkamanum, t.d. sem sogæðavökvi (plasma), frumuvökvi (cytoplasma), blóðvökvi (serum), munnvatn, nefslímuvökvi, tár, og heilavökvi. Umframvatni skilum við út í formi þvags og sviti er vatn. Vatn er nauðsynlegt fyrir næringu líkamans og til að viðhalda vatns/raflausnajafnvægi hans. Án vatns geta frumurnar ekki lifað.

Jörð

Næsta myndbirting vitundar er jarðarfrumkrafturinn. Vegna hitans frá eldi og vatni verður kristöllun. Samkvæmt ayurveda eru mólekúl jarðar ekkert annað en kristöllun vitundar. Í mannslíkamanum, eiga allir sterkbyggðir vefir rætur sínar að rekja til jarðarfrumkraftsins (t.d. bein, brjósk, neglur, hár, tennur og húð). Meira að segja í hverri einstakri frumu er frumuhimnan jörð, frumuholrými er rými, frumuvökvi er vatn, kjarnasýran og allir efnafræðilegir þættir frumunnar eru eldur og frumuhreyfingar eru loft. Allir þessir fimm frumkraftar eru til staðar í hverri frumu mannsins. Samkvæmt ayurveda fræðunum er maðurinn sköpunarverk alheimsvitundarinnar. Það sem er til staðar í heiminum, eða alheiminum, er til staðar í líkamanum því maðurinn er vasaútgáfa af náttúrunni.

Andleg samsetning

Ayurveda heimspeki flokkar mannlega skapgerð í þrjá grunneiginleika; satvic, rajasic og tamasic. Þessu mismunandi sálræna og siðferðilega lunderni einstaklingsins og viðbrögðum hans við félags-, mennigar- og efnisumhverfi er lýst í öllum klassískum ayurveda ritum. Satvic eiginleikar tengjast kjarna, raunveruleika, vitund, hreinleika og skírleika skilnings, þáttum sem eru undirstaða gæsku og hamingju. Allar hreyfingar og virkni eiga rætur að rekja til rajas. Það tengist holdlegri ánægju, nautnum, sársauka, áreynslu og eirðarleysi. Tamas tengist myrkri, tregðu, þyngslum og efnislegum viðhorfum. Það er stöðugt samspil á milli þessara þriggja eiginleika (gunas) í vitund einstaklingsins en hlutfallslegt magn þessara eiginleika; satva, rajas og tamas, stjórna sálrænni manngerð einstaklingsins.

Satvic – skapgerð

Fólk sem hefur satvic eiginleika ríkjandi er trúað, ástríkt, samúðarfullt og hreinlynt. Það virðir sannleika og réttlæti og viðhefur góða mannasiði, bæði í fasi og framkomu. Það verður ekki auðveldlega æst eða reitt. Þó að það leggi á sig mikla andlega vinnu þreytist það ekki andlega og þarf aðeins nokkurra tíma svefn. Það er ferskt, viðbragðsskjótt, meðvitað og fullt ljóma, visku, gleði og hamingju. Fólk með satvic eiginleika er einnig skapandi og auðmjúkt og sýnir kennurum sínum virðingu. Það tilbiður guð og mannkyn og þykir vænt um fólk, dýr og gróður. Það ber virðinu fyrir öllu lífi og vitsmunir þess og innsæi eru í jafnvægi.

3

Rajasic – skapgerð

Fólk sem hefur rajasic eiginleika ríkjandi er sjálfselskt, metnaðargjarnt, árásargjarnt, stolt, kappsfullt og hefur tilhneigingu til að stjórna öðrum. Það kann að meta völd og upphefð og er haldið fullkomnunaráráttu. Það vinnur mikið en skortir skipulag og stefnu. Það skortir jarðtengingu, er athafnasamt og eirðarlaust. Tilfinningalega er það reitt, afbrýðisamt, metnaðargjarnt og á fáar gleðistundir vegna árangurs. Það hræðist mistök og stress, missir fljótt andlega orku og finnst það vera fórnarlömb. Fólk með rajasic eiginleika þarf u.þ.b. átta tíma svefn. Það er elskandi, rólegt og þolinmótt ef það þjónar hagsmunum þess. Það er einnig gott, kærleiksríkt, vinalegt og trútt þeim sem eru því hjálplegir. Það er hins vegar ekki heiðarlegt gagnvart sinni innri vitund og gerðir þess eru bæði sjálfsmiðaðar og sjálfselskar.

Tamasic – skapgerð

Fólk sem hefur tamasic eiginleika ríkjandi er minna greint. Því hættir til þunglyndis, leti og til að sofa of mikið, meira að segja á daginn. Svolítil andleg vinna þreytir það auðveldlega. Því líkar vinna sem krefst lítillar ábyrgðar og það elskar að eta og drekka, sofa og stunda kynlíf. Fólk með tamasic eiginleika er gráðugt, eigingjarnt, pirrað og því stendur á sama um aðra. Það getur skaðað aðra vegna eigin hagsmuna. Það á erfitt með að einbeita sér í hugleiðslu.

Grundvallarregla ayurveda lækningakerfisins kallast tridosha, eða líkamsorkugerðirnar þrjár.

Þetta er auðskiljanlegt kerfi til að flokka fólk í þrjár gerðir og sjúkdóma í þrjá flokka. Þeir eru loft (vata),eldur(pitta) og vatn (kapha). Kerfið felur í sér frumefnin fimm, þannig að jörð og vatn sameinast og mynda vatn (kapha dosha), loft og eter (rými) sameinast og mynda loft (vata dosha) en eldur og vatn mynda eld (pitta dosha).

Líkamsorkugerðirnar þrjár eru þungamiðja ayurveda lækningakerfisins á sama hátt og ying og yang eru þungamiðja kínverskra lækninga.

4

Vata, pitta og kapha gerðir

Stoðkerfi líkamans er búið til úr fimm frumkröftum en virkni líkamans er búin til úr þremur líffræðilegum líkamsorkugerðum. Eter(rými) og loft mynda saman týpuna vata; eldur og vatn mynda pitta og vatn og jörð mynda kapha. Vata, pitta og kapha eru lífræðilegu líkamsorkugerðirnar þrjár, þ.e. líffræðilegur efnisþáttur lífverunnar. Þær stjórna sál- og líffræðilegum breytingum í líkamanum sem og sjúklegum útlitsbreytingum. Vata-pitta-kapha eru í hverri frumu, hverjum vef og hverju líffæri en þær eru mismunandi í umröðun og samsetningu í sérhverjum einstaklingi.

Sæðisfruma karlmanns og eggfruma konu innihalda einnig vata-pitta-kapha orkugerðir. Þær breytast í líkamanum með tilliti til mataræðis, lífstíls og tilfinninga. Sáðfruman verður fyrir áhrifum af lífstíl, mataræði og tilfinningum föðurins og sama gildir um eggfrumu móðurinnar. Við frjóvgun, þegar stök sæðisfruma sameinast eggfrumu, er einstaklingsgerðin ákveðin. Samkvæmt ayurveda eru líkamsorkugerðirnar einrása (vata, pitta og kapha ríkjandi), tvíþættar (vata-pitta, pitta-kapha eða kapha-vata) eða jafnar (vata, pitta and kapha í jöfnum hlutföllum). Hver einstaklingur hefur einstaka samsetningu þessara þriggja gerða. Að skilja sérstöðu hvers og eins er grundvöllur lækningar, eða vísindi lífsins, samkvæmt ayurveda fræðunum.

Vata eiginleikar

Vata, pitta og kapha eru augljóslega til staðar í hverjum einstaklingi og koma fram á mismunandi hátt, allt eftir því hver þessara eiginleika (gunas) er ríkjandi. Vata er t.d. þurr, léttur, kaldur, hreyfanlegur, virkur, skýr, herpandi og dreifður. Allir þessir eiginleikar geta komið fram í einstaklingi. Ef það er t.d.ofgnótt vata í gerð manneskjunnar þornar hár og húð viðkomandi vegna þessa þurra eiginleika, ristill verður einnig þurr og tilhneiging verður til hægðatregðu. Vegna hins létta eiginleika, sem er andstæðan við þungan eiginleika, hefur vataeinstaklingurinn létta líkamsbyggingu, létta vöðva og létta fitu og er því grannur og of léttur eða horaður. Vegna kalda eiginleikans hefur vata einstaklingurinn kaldar hendur, kalda fætur og lélega blóðrás. Hann þolir ekki köldu mánuðina en elskar sumar. Vegna hreyfingar vataeiginleikans eru vataeinstaklingar mjög athafnasamir og þykir gaman að skokka og hoppa en líkar ekki kyrrseta. Vata er fíngerður og þess vegna ábyrgur fyrir hræðslu, kvíða, óöryggi og taugaveiklun. Vata er skýr og því getur vata fólk búið yfir skyggnigáfu. Það hefur skilning og skynjun. Það skilur hluti strax en gleymir líka strax hlutum. Vata er herpandi, sem er þurr og kæfandi eiginleiki bragðs. Þess vegna fær vata einstaklingur herpandi og kæfandi tilfinningu í hálsinn þegar hann er að borða. Allir þessir eiginleikar eru að einhverju leiti til staðar í vatamanneskju.

Í ayurvedafræðunum er talað um fimm gerðir vata sem hafa áhrif á hina ýmsu líkamshluta.

Praana vata hefur aðsetur í munni, höfði, eyrum, tungu, nefi og brjósti. Hlutverk praana vata er að stjórna virkni, s.s. öndunar, hnerra og munnvatns.

Ójafnvægi getur birst í hiksta, hæsi, hósta og öndunarörðugleikum.

Udana vata hefur aðsetur í brjósti, barkakýli og hálsi. Udana vata stjórnar máli, eldmóði, jákvæðni, líkamlegum og andlegum styrk og líkamslit.

5

Ójafnvægi getur m.a. komið fram í háls-, nef- og eyrnakvillum, talmeinum og hjartavandamálum.

Samaana vata hefur aðsetur í maga og skeifugörn. Samaana vata stjórnar meltingu og umbreytingu fæðu í úrgang og flytur brott vatn og svita.

Ójafnvægi getur t.d. komið fram í meltingartruflunum, niðurgangi, magasárum og bólgum.

Vyaana vata er alls staðar en megin aðsetrið er í hjartanu. Þetta er öflugasti vata eiginleikinn í líkamanum og stjórnar blóðrásinni. Hann stjórnar einnig svitamyndun, vessa og hreyfingum.

Ójafnvægi orsakar m.a. hita, krampa, háan blóðþrýsting, blóðsjúkdóma og blóðrásarvandamál.

Apaana vata hefur aðsetur í ristli, endaþarmi, blöðru og kynfærum. Apaana vata stjórnar þvagláti, hægðum, tíðablæðingum og fæðingum. Ójafnvægi kemur fram sem kvillar eða sjúkdómar í þessum líffærum.

Vata ójafnvægi stafar af of miklu lofti og of litlu vatni.

Pitta eiginleikar

Pitta er líffræðileg samsetning elds og vatns frumaflanna. Pitta hefur heita, skarpa, létta, bjarta, vatnskennda, súra, fituga og dreifða eiginleika. Pitta hefur sterka lykt, eins og kjötlykt og súrt eða biturt bragð. Ef einstaklingur hefur ofgnótt pitta í líkamanum birtast þessir eiginleikar.

Vegna heita eiginleikans hefur pittaeinstaklingurinn mikla matarlyst og heita húð. Líkamshitinn er aðeins hærri en í vataeinstaklingi. Pittaeinstaklingur getur svitnað í lágum lofthita en vataeinstaklingur svitnar ekki í mun hærri hita. Þessi mismunur er mjög mikilvægur. Pitta er heitur þess vegna hefur pittafólk mikla matarlyst. Finni það til hungurs verður það að borða, annars fellur blóðsykurinn og það verður pirrað.

Annar eiginleiki pitta er skarpur eða hvass og þess vegna hefur pittaeinstaklingur hvasst nef, tennur, augu, og skap, Hann notar hvöss orð þegar hann talar og hefur líka skarpt minni. Vegna fitugu eiginleikanna eru pittaeinstaklingar með mjúka heita fituga húð, slétt fitugt hár og hægðirnar eru fitugar og vökvakenndar.

Vegna heitu, skörpu og fitugu eiginleikanna hefur pittafólk einnig tilhneigingu til að grána snemma, sem er merki um bráðþroska. Pittastúlkur byrja snemma á blæðingum og fara fyrr á gelgjuna. Geta þær meira að segja byrjað á blæðingum 10 ára gamlar.

Pitta er andstæða þyngsla og myrkurs. Vegna þessa eiginleika hafa pittastúlkur meðal líkamsbyggingu og líkar ekki mjög sterk birta. Þeim þykir gott að lesa áður en þær fara að sofa og pittaeinstaklingur sefur stundum með bók á brjóstinu.

Vegna of mikils hita í líkamanum hefur pittaeinstaklingur tilhneigingu til að missa hárið í blóma lífsins. Hárlínan hækkar eða hann fær stóran og myndarlegan skalla.

Annar eiginleiki pitta er sterk lykt. Þegar pittaeinstaklingur svitnar undir höndunum lyktar svitinn eins og brennisteinn. Ef hann þvær ekki sokkana sína kemur af þeim sterk lykt. Þess vegna elska pittaeinstaklingar ilmvötn.

Þeir eru hrifnir af þekkingu og hafa mikla skipulags- og leiðtogahæfileika. Þeir eru oft fróðir og gáfaðir en geta líka verið ráðríkir og frekir.

Pittaeinstaklingar hafa tilhneigingu til að bera sig saman við aðra. Þeir eru metnaðargjarnir, kappsamir og gagnrýnir, jafnvel árásargjarnir. Ef það er enginn til að gagnrýna þá gera þeir það sjálfir. Þeir eru með fullkomnunaráráttu og fá bólgusjúkdóma en fólk með ríkjandi vataeiginleika fær tauga-, vöðva- eða gigtarsjúkdóma.

Í ayurvedafræðunum er einnig talað um fimm gerðir pitta:

Paachaka pitta hefur aðsetur í maganum og er mikilvægasta pitta orkan þar sem hún hjálpar hinum fjórum til að starfa eðlilega.

Hún hefur áhrif á meltingarsafana, munnvatn, magasafa, brissafa, gall og önnur þau ensím sem stuðla að meltingu.

Ójafnvægi á Paachaka pittaorku leiðir til ójafnvægis á allri pittaorku.

Ranjana pitta hefur aðsetur í milta og maga en aðallega í lifur, þar sem hún hefur mest áhrif.

Ranjana pittaorkan hefur áhrif á lifrarstarfsemi en heilbrigð starfsemi lifrar er lífsnauðsynleg, til losunar eiturefna. Lifur er helsta líffæri afeitrunar og eyðingar eiturefna sem berast í líkamann, s.s. með lyfjatöku. Ójafnvægi birtist í lélegri starfsemi lifrar.

6

Saadhaka pitta hefur aðsetur í hjartanu og stjórnar vitsmunum, gáfum, sköpunargáfum, minni, sjálfsáliti, hæfileika til að ná settum markmiðum og rómantískum tengslum.Það er ekki alveg ljóst hvort þessi pittaorka, sem hefur fremur áhrif á andlega virkni en líkamlega, sé í hjartanu sjálfu eða um allan líkamann. Ójafnvægi grefur undan allri ofantalinni virkni.

Aalochaka pitta hefur aðsetur í sjáöldrum augna og hefur áhrif á hæfileikann til að sjá. Ójafnvægi kemur fram í sjóntruflunum.

Bhraajaka pitta hefur aðsetur í húðinni. Hún stjórnar líkamshita, svita og raka húðar. Hún stjórnar einnig litarafti og húðlit. Ójafnvægi kemur fram í húðsjúkdómum.

Kapha eiginleikar

Kapha er vatn og jörð. Kapha er sætur og saltur og þeir sem hafa meira kapha í líkamanum hafa þunga, hæga, svala, fituga, vatnskennda, trega, þykka, staðnaða og þungbúna eiginleika. Vegna þunga eiginleikans eru kaphaeinstaklingar með þung bein, vöðva og fitu. Þeir hafa tilhneigingu til að fitna. Kaphaeinstaklingur getur jafnvel verið fastandi og þyngst þó hann drekki einungis vatn. Kapha er hæg og þess vegna hefur kaphaeinstaklingur hæg efnaskipti og meltingu. Kaphaeinstaklingur getur unnið án þess að borða en það er mjög erfitt fyrir pittaeinstakling að einbeita sér ef hann er svangur. Kapha er svöl og þess vegna er kaphafólk með kalda og þvala húð. Húðin er svöl en í meltingarveginum er eldur og því hafa þau mikla matarlyst. Kaphafólk hefur aðra eiginleika, s.s. þykkt, liðað hár og stór aðlaðandi augu. Það hefur hægt en mjög langt og stöðugt minni. Kaphafólk er samúðarfullt, ástríkt og á auðvelt með að fyrirgefa. Vegna hæga eiginleikans gengur það og talar hægt. Því þykir ekki skemmtilegt að skokka og hoppa. Það elskar að borða og sitja og gera ekki neitt.

Vegna þungbúna eiginleikans er hugur kaphafólksins þungur og þokukenndur og eftir mat getur það orðið syfjað og dauft. Ef kaphafólk fær sér ekki kaffi eða eitthvað annað örvandi á morgnana getur það ekki hreyft sig. Kapha fólk er sælkerar og elskar sælgæti, bæði kökur og súkkulaði.

Fimm gerðir kapha.

Kledaka kapha hefur aðsetur í maganum. Hún hjálpar til að væta fæðuna og verndar slímhúðina í munninum, vélinda, maga og smágirni.

Ójafnvægi kemur fram í meltingartruflunum og krömpum.

Avalambaka kapha hefur aðsetur í brjóstholinu. Þessi orka styrkir hjartað og virkni hinna fjögurra kaphagerðanna.

Ójafnvægi birtist í brjóstsviða, og veikleika í hjarta og lungum.

Bodhaka kapha hefur aðsetur í tungunni og stjórnar hæfileikanum til að finna bragð.

Tarpaka kapha hefur aðsetur í heilanum og viðheldur styrk hans.

Ójafnvægi kemur fram sem höfuðverkir, ógleði, svimi, svefnleysi, niðurgangur og geðtruflanir.

Sleshaka kapha hefur aðsetur í liðunum og heldur þeim vel smurðum.

Ójafnvægi birtist t.d. í sjúkdómum eins og liðagigt.

Líkamsgerð einstaklingsins (prakruti)

Líkamsgerð einstaklingsins ræðst sérstaklega af samsetningu líkamsorkugerðanna þriggja, vata, pitta og kapha, við getnað. Hver einasta mannvera er einstök og með einstaklingsbundna líkamsgerð. Líkamsbyggingin, eða sálræn og vefræn skapgerð einstaklings, er fyrst og fremst erfðafræðileg að uppruna. Sæði karlmannsins og egg konunnar bera í sér líkamsgerð beggja foreldra. Við samruna eggs og sæðisfrumu getur ríkjandi eiginleiki (prakruti) í sæðisfrumunni (vata, pitta eða kapha) annað hvort gert samskonar eiginleika (prakruti) eggsins óvirkan, veikari eða ýkt hann. Sæðisfruma sem t.d. hefur sterka vata eiginleika getur virkað hamlandi á suma af eiginleikum kapha eggsins. Þurrir, léttir og bjartir, grófir og hreyfanlegir eiginleikar vata geta bælt hina fitugu, þungu, mjúku og stöðugu eiginleika kapha. Vata og kapha eru báðir kaldir eiginleikar, þannig að kuldinn verður ýktur eiginleiki (prakruti) hjá fóstrinu og barnið verður viðkvæmt fyrir kulda. Í þessu tilfelli erfir barnið vata-kapha líkamsgerð. Ef báðir foreldrar, þ.e. sæði og egg, eru af vatagerð erfir afkvæmið ríkjandi vataeiginleika. Einstaklingsgerð foreldranna og þar með fóstursins verður fyrir áhrifum af mataræði, lífstíl, búsetu, loftslagi, aldri og tilfinningum.

7

Marma-punktar eru mikilvægar lífsorkustöðvar í líkamanum. Þeir eru svo öflugir að ayurveda skurðlæknar skera ekki í gegnum þá.

Það eru 107 aðal marma-punktar á líkamanum. Þeir eru misstórir en fimm þessara punkta eru á hvorum fæti. Flestir marma-punktar eru ekki staðsettir á sama stað og nálastungu-punktar. Marma-punktar hafa áhrif á og verða fyrir áhrifum frá orkustöðvunum í gegnum nadis, sem er fínt net minni orkubrauta og innri líffæra og liggur um rásir sem nefnast srotas.

Orkustöðvahugtakið

er kunnugt öllum þeim sem

hafa lagt stund á yoga.

Orkustöðvarnar (chakras) eru staðsettar á miðlínu líkamans og tengjast hinum þrem meginmarmastöðvum, sem sækja orku sína til orkustöðvanna, ásamt hinum 107 marma-punktunum.

Muladhara (mænurótarstöðin) er neðsta orkustöðin og er hún staðsett á milli kynfæra og endaþarms. Ayurvedafræðin tala um hana sem gula að lit, fjögurra laufa, og frumkraftur hennar er jörð.

Svadisthana (magastöðin) er önnur orkustöðin og er hún staðsett á spjaldhryggjarsvæðinu.

Henni er lýst sem hvítri, sex laufa orkustöð. Frumkraftur hennar er vatn.

Manipura er þriðja orkustöðin og er hún staðsett í sólarplexus. Hún er rauð, tíu laufa orkustöð og frumkraftur hennar er eldur.

Anahata (hjartastöðin) er fjórða orkustöðin og er hún staðsett við hjarta. Hún er grá tólf laufa orkustöð. Frumkraftur hennar er loft.

Vishuddha (hálsstöðin) er fimmta orkustöðin. Hún er staðsett í hálsinum og er blá sextán laufa orkustöð. Frumkraftur hennar er Ether (rými).

Ajna (ennisstöðin) er staðsett í enninu á milli augnabrúnanna, þar sem þriðja augað var álitið vera og indverskar konur setja rauðan blett. Hún er snjóhvít tveggja laufa orkustöð. Þar hefur hugurinn aðsetur.

Sahasrara (krúnustöðin) er sjöunda orkustöðin, Hún er staðsett rétt fyrir ofan hvirfilinn og hefur því ekki líkamlega stöðu. Hún hefur þúsund laufblöð og er svæði yfirvitundar, handan tíma, rýmis og vitundar.

8

Sjúkdómsferli (samprapti)

Samkvæmt ayurveda eru menn við góða heilsu þegar jafnvægi er á milli líkama, skapgerðar og vitundar. Í líkamanum eru þrjár orkugerðir, vata, pitta og kapha, og sjö vefir (dhatus), þ.e. vessi, blóð, vöðvar, fita, bein, taugar og æxlunarfæri. Einnig er í líkamanum þrjár tegundir úrgangs (malas), saur, þvag og sviti, sem og orka efnaskiptanna (agni). Sjúkdómar eru afleiðing af ójafnvægi þessara þátta. Meginrót ójafnvægis, eða sjúkdóma, er erting sem orsakast vegna hinna ýmsu innvortis eða útvortis þátta. Vegna eiginleika þessara þátta, sem eru af ólíkum uppruna, ertast líkamsorkugerðirnar þrjár, vata-pitta-kapha, og byrja að hlaðast upp á hlutaðeigandi stöðum. Vata hefur tilhneigingu til að hlaðast upp í ristli, pitta í smágirni, og kapha í maga. Haldi áreitið áfram, verður yfirflæði og hinar uppsöfnuðu gerðir dreifast um allan búkinn og mynda mein í einhverjum veikburða vef, hvar sjúklegar breytingar myndbirtast í einhverju líffæri eða líffærakerfi.

Orsakir sjúkdóma

Það eru margir þættir sem hafa áhrif á líkamsorku. Sjúkdómar geta stafað af ójafnvægi tilfinninga. Þjáist einstaklingur af djúpstæðri reiði, ótta, kvíða, sorg eða depurð, hefur það einnig áhrif á líkamsorkuna. Ayurveda dregur orsakandi þætti sjúkdóma saman í sjö meginflokka. Þetta eru erfðaþættir, meðfæddir þættir, innvortis þættir, útvortis áverkar, árstímabundnir þættir, náttúrulegar tilhneigingar eða ávani og yfirnáttúrulegir þættir. Sjúkdómar geta líka stafað af misnotkun, ofnotkun og vannotkun skynfæranna; heyrnar, snertingar, sjónar, bragðs og lyktar. Sjúkdómnum sjálfum má lýsa eftir því hversu margar gerðir eiga í hlut. Hvaða vefir urðu fyrir áhrifum, eiginleikar eða samsetning þeirra þátta sem ertu líkamsorkuna, hvort um nýtt eða endurtekið sjúkdómstilfelli er að ræða, hversu alvarlegur sjúkdómurinn er og hversu lengi hann hefur varað.

Mörg erfðafræðileg mein eru kunn. Þau þekkjast sem tilhneiging til ákveðinna vandamála eða myndbirtast sem afbrigðileiki. Lífstíll móður, mataræði, venjur, gerðir, tilfinningar og sambönd geta einnig haft áhrif á fóstrið. Innvortis ástand, eins og sár eða skemmd lifur, geta orsakast af ofnotkun á bragði, t.d. á sterku kryddi eða áfengi. Útvortis áverkar eru t.d. bílslys og byssuskot, svo dæmi séu nefnd.

Árstíðabundnar orsakir eru óbeinni. Einstaklingur getur haft tilhneigingu til ójafnvægis í sinni eigin upprunalegu líkamsorkugerð (vata, pitta eða kapha). Árstíðirnar eru fjórar og er sumarið, með sterkt ljós og mikinn hita, pittaárstíðin. Haustið, sem er kalt, vindasamt og þurrt, er vataárstíðin. Veturinn, sem er kaldur og vindasamur með snjó og rigningu, er kaphaárstíðin. Vorið er bæði kapha og pitta. Byrjun vors er svalari, allt er að springa út og ný blöð að koma á trén, þannig að byrjun vors er kapha en seinni hluti vors er pitta. Þannig hafa árstíðirnar fjórar vata, pitta og kapha eiginleika. Burtséð frá lífsstíl, mataræði og öðrum breytum, hafa vataeinstaklingar tilhneigingu til þess að þeirra líkamsorkugerð – vata – fari í ójafnvægi. Vatafólk hefur tilhneigingu til hægðatregðu, settaugarbólgu, liðagigtar og iktsýki. Sumarið ertir pittafólk og getur orsakað hjá því ofsakláða, útbrot, bólur, gallvandamál, niðurgang og augnslímhúðarbólgu. Kaphaeinstaklingur hefur tilhneigingu til að fá kvef, heymæði, frjóofnæmi, hósta, hnerra og kaphagerð skútabólgu á vorin.

Náttúrulegar tilhneigingar geta einnig verið vandamál, s.s. ofát og reykingar. Yfirnáttúrulegar orsakir eru t.d. sólbruni, eldingar og jarðaráhrif.

Greiningaraðferðir ayurveda

Ayurveda er ævaforn aðferð til þess að greina sjúkdóma með spurningum (spurt er um fortíð, nútíð og fjölskyldusögu), athugunum (skoðun), snertingu (palpation), banki og hlustun hjarta, lungna og smágirnis (auscultation). Í ayurveda er mikið talað um „að ráða í púls, tungu, augu og neglur við skoðun. Einnig er virkni líkamskerfanna skoðuð sérstaklega.

9

Ayurveda lýsir grunngerðum (vata, pitta og kapha) púlsa og því sem einkennir hvern og einn. Það eru tólf mismunandi púlsar, sex hvoru megin, þrír grunnlægir og þrír djúplægir. Tengsl eru á milli grunnlægu og djúplægu púlsanna og innri líffæra. Hægt er að finna styrkleika, bæði kraft og eðlislægan lífeðlisfræðilegan blæ tiltekinna líffæra, aðskilið, undir hverjum fingri.

Forn tungugreining lýsir einkennandi munstri sem getur leitt í ljós ástand tiltekins líffæris, bara með því að skoða yfirborð tungunnar. Tungan er spegill innyflanna og sýnir ýmiskonar sjúklegt ástand.

Ayurveda læknar rannsaka t.d. einnig þvagprufur í leit að ójafnvægi í líkamanum. Líkamsvökvarnir, s.s. blóð (rakta) og vessi (rasa), gegna því hlutverki að flytja úrgang (malas) frá vefjunum. Þvagkerfið fjarlægir vatn (kleda), salt (kshar) og köfnunarefnisúrgang (dhatu malas). Þvagkerfið tekur einnig þátt í að viðhalda eðlilegu vatnsmagni (apa dhatu) og rafvökum í hinum ýmsu líkamsvessum. Það viðheldur einnig magni líkamsvessa og tekur þar af leiðandi þátt í að viðhalda jafnvægi vata, pitta og kapha og vatns (kleda). Við klíníska skoðun þvags skal taka morgunmiðbunuþvag í hreint ílát. Athugið litinn. Ef liturinn er svarbrúnn bendir það til ójafnvægis á vata . Ef liturinn er dökkgulur er ójafnvægi á pitta. Þvag verður einnig dökkgult þegar um hægðatregðu er að ræða eða þegar lítill vökvi er drukkinn. Ef þvagið er skýjað er um kapha ójafnvægi að ræða.

Rauðleitt þvag bendir til blóðójafnvægis (rakta).

Svo er það olíudropaprófið. Einn dropi af sesamolíu er látinn falla í þvagprufuna með dropateljara. Ef dropinn breiðist strax út er líklega auðveldara að lækna sjúkleikann. Ef dropinn sekkur inn að miðju þvagprufunnar er lækningin erfiðari. Ef dropinn sekkur til botns getur verið mjög erfitt að lækna sjúkleikann. Ef dropinn dreifist út á yfirborðinu, líkt og öldur, bendir það til vataójafnvægis. Ef margir litir eru sýnilegir, líkt og regnbogi þegar dropinn breiðist út á yfirborðinu, bendir það til pittaójafnvægis. Ef dropinn springur í minni dropa á yfirborði þvagprufunnar bendir það til kaphaójafnvægis. Eðlilegt þvag hefur hefðbundna hlandlykt. Ef hins vegar lyktin er fúl bendir það til eiturefna (toxins) í líkamanum.

Súrt þvag sem framkallar brunatilfinningu bendir til of mikils pitta. Sæt lykt bendir til sykursýki eða ójafns blóðsykurs. Í þessu ástandi getur fólk fengið gæsahúð þegar það pissar. Sandur í þvagi bendir til nýrnasteina í þvagrás.

Ayurveda er heildrænt meðhöndlunarform sem fer fram á margvíslegan hátt, s.s. með nuddi, olíum, mataræði, jurtum, hugleiðslu, yoga, líkamsrækt o.fl.

Hallfríður M. Pálsdóttir tók saman.

Upplýsingarnar eru fengnar héðan og þaðan en þó aðallega úr greinum eftir Dr. Vasant Lad , Dr. Michael Tierra, L.ac., O.M.D., Herbalist, AHG, og The handbook of ayurveda eftir Dr. Shantha Godagama, Greenwich edition 1999.

10

Ayurveda svæðameðferð

gain=”69719f” o:href=”http://touchpoint.dk/images/Ganesh%20web.jpg” src=”file:///C:\DOCUME~1\birgirth\LOCALS~1\Temp\msohtml1\01\clip_image001.jpg”>eftir Sharon Stathis.    Þýtt og endursagt úr dönsku af Hallfríði M. Pálsdóttur.

(Tekið af Touchpoint.dk)

12. – 13. maí  sl. kom  Sharon Stathis frá Ástralíu til að kenna okkur ayurveda svæðameðferð. Sharon hefur kynnt sér hina indvesku alþýðulækningaraðferð ayurveda og þróað meðferðarform sem hún kallar ayurveda svæðameðferð. Þar fléttar hún ævafornum indverskum ayurveda hefðum inn í nútíma svæðameðferð.

 

Sem tákn fyrir ayurveda svæðameðferð hefur Sharon Stathis valið hindúaguðinn Ganesha, sem er guð visku og kennslu. Ganesha er einnig kallaður; sá sem fjarlægir hindranir.

 

Hvad er Ayurveda?
Ayurveda er indversk alþýðulækningaraðferð sem hefur verið stunduð í u.þ.b. 4.000 ár. Ayur þýðir líf og vedaþýðir viska eða þekking, þannig að ayurveda þýðir þekking á lífinu eða lífsþekking. Hún er nátengd indverskri heimspeki og lífsskoðunum og myndar víðtækt kerfi sem af virðingu nýtir heilunarmátt náttúrunnar. Ayurveda leggur áherslu á þýðingu þess að halda ónæmiskerfinu og sjálfsheilandi kröftum í góðu standi með réttum lifnaðarháttum.
Bæði í fyrirbyggjandi tilgangi og í meðhöndlun koma mismunandi nuddaðferðir og líkamsmeðhöndlanir við sögu, sem og notkun ilmkjarnaolía og jurtalyfja.

Padabhyanga
Fótanudd – kallað „padabhyanga” – skipar sérstakan sess í ayurveda hefðinni. Það er bæði notað  sem dagleg athöfn, til að fyrirbyggja ójafnvægi og sjúkdóma með því að viðhalda jafnvægishneigð (homeostasis) líkamans, og sem liður í meðhöndlun sjúkdóma.
Í gömlu indversku handriti stendur: Eins og slanga heldur sig frá örnum, halda sjúkdómar sig frá þeim sem nudda fætur sína frá hnjám að tám fyrir svefn!
Framkvæmd padabhyanga getur samanstaðið af þremur höfuðþáttum: Marmapunktameðferð, handaaðferðum og ”Kasa-kúlu” meðhöndlun.

 

Kasa-kúlan
Málmar eru oft notaðir í ayurveda meðhöndlun meðal annars með hinni svokölluðu Kasa-skál eða Kasa-kúlu. Hin upprunalega Kasa-skál er gerð úr kopar og tini, sem leiðir hita mjög vel. Hið rúnnaða yfirborð hitnar og smyrst í olíunni og notast sem nuddáhald. Kúlan hentar vel til venjulegs fótanudds með hringlaga strokum en hana er einnig gott að nota á ákveðin hátt á marampunktana.
Auk þess að vera mjög þægileg fyrir kúnnann, hjálpar Kasa-kúlan til við að draga úrgangsefni í gegnum húðina og jafnvægisstilla hitastigið í fætinum og líkamanum.
Sharon Stathis sýnir Kasa-kúlutækni á fótum.

Marmapunktar
Í ayurveda svæðanuddi er lögð mikil áhersla á lífsorkuna (prana), þ.e. hefðbundnar orkubrautir og fínt net minni orkubrauta sem nefnast nadis sem prana flæðir um og nærir líkama og sál. Í ayurvedískri heimspeki er heilbrigði háð óheftu flæði lífsorkunnar um orkubrautirnar og orkustöðvarnar. Það eru fjórtán “æðri” nadis sem allar eiga upptök sín í mænurótarstöðinni við enda hryggsúlunnar og deila orkunni út í hinar orkustöðvarnar. Meðfram þessum orkubrautum eru minni orkustöðvar, alls 107 talsins, og nefnast þær marmapunktar. Marma þýðir viðkvæmt eða næmt svæði.

 

 

Tvö dæmi um marmapunkta

Gulpha Marma eru á fótunum. Þeir liggja eftir því sem við á, innan á  og utan á hælnum rétt undir ökklaliðnum.
Frá sjónarhorni svæðameðferðar svara þessi svæði til kynfæranna, mjaðmabeinanna, mjaðmaliðs og neðri hluta hryggsúlunnar.
í ayurvedafræðunum er álitið að Gulpha Marma hafi áhrif á æxlunargetuna. Punktarnir hafa áhrif á stoðkerfið með því að efla beinmyndun og bæta virkni liðanna, sérstaklega hreyfingar fótarins. Að auki hjálpar Gulpha Marma við að minnka umfram fitubirgðir líkamans.

 

 

 

Kshipra Marma eru á höndum og fótum bæði að ofan og neðan. Punktarnir eru staðsettir yst í fitinni á milli fyrstu og annarrar táar (fingra). Fitin á milli hinna fingranna og tánna hefur stuðningsáhrif.
Í klassískri svæðameðferð svara þessi svæði til neðri hluta hnakka/hálss og efstahluta brjóstkassa. Þetta er mikilvægt sogæðasvæði, því hér rennur sogæðavökvinn í bláæðarnar.
Kshipra Marma stjórnar sogæða- og öndunarkerfunum og hefur mikilvæg áhrif á virkni hjartans.

 

Þessi tvö dæmi sýna á áhrifaríkan hátt hvernig mörg þúsund ára hefðir koma heim og saman við nútíma skilning á svæðameðferð.

Marmapunkta meðhöndlunartækni: Aðferðin sem notuð er við meðhöndlun marmapunktanna eru núningshreyfingar, svæðið er nuddað eða strokið, með hröðum hringlaga hreyfingum. Nuddið er alltaf milt en er gert rösklega, þannig að blóðrás og orkuflæði aukist á svæðinu.

Það er hagur af því að nota krem eða olíu á punktinn. Ilmkjarnaolíur sem hæfa ástandi kúnnans er hægt að nota í meðhöndluninni.

  • Noti meðhöndlarinn hægri höndina nuddar hann réttsælis, en noti hann vinstri höndina nuddar hann rangsælis.
  • Hver punktur er meðhöndlaður í u.þ.b.  30 sekúntur í byrjun og síðan í lengri og lengri tíma í hvert skipti, þangað til hámarkinu, sem er 3 mínútur á hvern punkt, er náð.
  • Sömu punktar meðhöndlast á báðum fótum.

Hvernig er hægt að blanda saman ayurveda og svæðameðferð?

Um er að ræða tveggja daga námskeið þar sem lögð er áhersla á hagnýtar æfingar. Þar kennir Sharon Statis nýja aðferð til að flétta inn mismunandi nuddtækni á velþekktum fótasvæðum. Þetta er frábær tækni og um leið heillandi aðferð og áhrifarík opnun fyrir klassíska svæðanuddmeðferð. Aðferðina er einfalt að læra og þægilegt að flétta hana inn í daglega rútínu á stofunni.

Á námskeiðinu er kynnt stutt ágrip af sögu og heimspeki ayurveda, ýmis nuddtækni, notkun á Kasa-kúlum, notkun mismunandi ayurveda ilmkjarnaolía, ásamt staðsetningu og meðhöndlun á mikilvægum orkupunktum, svokölluðum marma–punktum.

„Á komandi árum trúi ég að notkun marmapunkta verði útbreiddari og þróaðri á Vesturlöndum, sérstaklega í þeim meðhöndlunarformum sem hafa orkuvinnu eins og svæðameðferð. Sem reyndir svæðanuddarar getum við aukið áhrif vinnu okkar með því að flétta inn þessa gömlu padabhyangatækni. Með því að sameina þessi tvö meðferðarform margfaldast áhrif beggja,“ segir Sharon Statis.

Sharon Stathis
Sharon Stathis er menntuð hjúkrunarkona en hefur unnið sem svæðanuddari í mörg ár. Hún er ein af fyrstu svæðanuddurunum í Ástralíu. Sharon stofnaði fyrsta skólann með viðurkennda námskrá og er skólinn, sem er í Brisbane, nú sá stærsti í Ástralíu. Hún er þekkt og velmetin sem kennari í Ástralíu og fleiri löndum. Ayurveda svæðanudd hefur hún þróað í samvinnu við hinn þekkta indverska ayurvedalækni  Dr. Avinash Lele í Pune á Indlandi. Sharon heimsækir Indland reglulega þar sem hún vinnur að þróun ayurveda svæðanudds í samvinnu við Dr. Lele.

Heimasíðan hennar er : www.ayurvedicreflexology.com

Viðtal við Sharon Statis eftir Dorte Krogsgaard og Peter Lund Frandsen, Hallfríður M Pálsdóttir þýddi með leyfi höfunda.

Ayurveda svæðanudd – gamalt eða nýtt meðferðarform?

Á nútíma svæðameðferð rætur sínar að rekja til hinna þúsunda ára gömlu ayurvedísku hefða?

Dorte og Peter hittu Sharon á ferðum sínum til Ástralíu, þar sem viðtalið var tekið, og buðu henni í framhaldi af því að kenna aðferð sína í Danmörku. Sharon sýndi áhuga á því að koma til Íslands og mun hún koma um miðjan maí og halda þetta eina námskeið hér. Dorte er hér með Sharon Stathis á myndinni.

 

Hvernig þróaðir þú þetta einstaka form svæðameðferðar?

Ég gekk út frá hinni klassísku svæðameðferð Ingham  sem ég hef stundað í mörg ár og kennt í skólanum mínum.

Fyrir mörgum árum rakst ég af tilviljun á teikningar í blaði, sem sýndu fætur þar sem örsmáir punktar voru merktir inn sem kallast marmapunktar. Fyrir utan að segja að þessir punktar væru mikilvægar orkustöðvar voru engar aðrar upplýsingar um þá í blaðinu. Forvitni mín var vakin en vegna anna sem kennari og skólastjóri var það ekki fyrr en árið 2001 sem ég hafði loksins tíma til þess að leita svara. Þið þekkið ef til vill orðtakið; þegar tíminn er kominn kemur kennarinn til þín. Það á við um mig.

Ferðalagið inn í veröld ayurvedískar aðferðarfræði hefur verið spennandi, stundum svekkjandi en einnig frábærlega gefandi.

Ayurveda hitti mig í hjartastað. Hún hefur hjálpað mér að skilja mörg sjónarhorn svæðameðferðar sem ég hafði aldrei áttað mig á. Að læra hinar ayurvedísku handa- og fótaaðferðir var eins og að koma heim, þetta var mér svo eðlilegt.

Í leit minni að vitneskju um ayurveda hef ég heimsótt Indland nokkrum sinnum og verið svo heppin að eiga mjög gott samstarf við marga viðurkenndustu ayurveda lækna landsins. Náminu lýkur aldrei og ég hlakka alltaf til að læra nýja hluti.

Meðal grundvallarfrumkraftanna í ayurveda er dosha, getur þú sagt frá þeim í stuttu máli?

Dosha (líkamsorkugerð) eru mikilvægur hluti í skilningi á ayurveda og mjög víðfeðm fræðikenning. Ég skal stytta þetta eins og hægt er.

Orðið dosha þýðir það sem breytir sér og táknar hin þrjú grundvallar lífsorkulögmál í líkamanum. Þær eru kallaðar vata, pitta og kapha. Jafnvægið á milli þessara þriggja líkamsorkugerða speglar líkamlegt, andlegt og tilfinningalegt ástand manneskju.

Venjulega er ein eða tvær dosha ríkjandi á ákveðnum tímapunkti og tjáir hver um sig lifandi lífsorku með ákveðnum karaktereinkennum:

 

 

DoshaMikilvægasta virkniMikilvægasta Staðsetning
VataBer ábyrgð á hreyfingum sem eiga sér stað í líkamanumRistillinn
PittaSér um hitaþróunSmágirni og magi
Kapha Ber ábyrgð á smurningu og samhengi.Lungu (og öndunarvegur)

 

 

Í ayurveda er ójafnvægi í vata talið ein mikilvægasta sjúkdómsorsökin. Umframmagn af vata birtist m.a. í tilhneigingu til að fá harðlífi og hægðastíflur með endurupptöku úrgangsefna í ristilslímhimnu.

 

Er til aðferð til að meðhöndla vata á fætinum?

Hver hinna þriggja dosha skiptist í fimm undir-dosha sem hafa áhrif á ákveðna líkamsstarfsemi. Dr Randolph Stone sem þróaði pólunarmeðferðina[1] hefur tengt hinar fimm vata undir-dosha við hin fimm lóðréttu svæði á hvorum fæti. Nudd eftir þessum línum hjálpar til við að koma vata í jafnvægi og örva allt orkuflæðið.

Ein aðferðanna í ayurvedasvæðameðferð gengur út á að vinna með hin stöku lóðréttu svæði frá hæl að tá til að efla jafnvægi vata.

 

Hvað er mikilvægast í ayurveda svæðameðferð?

  • Padabhyanga, sérstök fótanuddaðferð
  • Marmapunktar
  • Kasa-kúlu nuddtækni
  • Ilmkjarnaolíur

Hvernig blandar maður saman hefðbundnu ayurveda svæðanuddi og klassískri Ingham aðferð?

Að örva orkustreymið er í fyrirrúmi í hinu indverska fótanuddi sem kallast padabhyanga. Að byrja meðhöndlum með padabhyanga er sérdeilis áhrifaríkur undirbúningur fyrir klassískt svæðanudd. Viðskiptavinir eru yfirleitt stressaðri nú en í upphafi svæðameðferðarinnar á Vesturlöndum á sjöunda áratugnum. Þess vegna er mikilvægt að upphaf meðferðarinnar sé áhrifaríkt og þægilegt. Þegar fæturnir eru heitir og kúnninn finnur líf í fótunum getur maður meðhöndlað einn eða fleiri marmapunkta sem manni þykja mikilvægir, áður en hið klassíska svæðanudd hefst. Maður getur einnig endað á marmapunktunum.

 

Hvernig er nuddaðferðin í padabhyanga?

Handaaðferðirnar sem notaðar eru í padabhyanga eru fyrst og fremst núningshreyfingar, eins og strokur og nudd.  Það er unnið rösklega með hröðum takti til að örva hina staðbundnu blóð- og orkurás.

Sérstaklega er hugað að liðum og beinaútvexti sem eru sérstök orkusvæði.

Lífsorkan (prana) streymir í átt að tánum og orkustraumur þessi styrkist við að strjúka fótinn frá hæl að tám.

 

Hvaða olíu notar þú í nuddinu?

Olían sem algengast er að nota í ayurveda nuddi, þar á meðal padabhyanga er sesamolía. Hún er gagnleg öllum þrem doshunum, er rík af fituleysanlegum vítamínum, inniheldur mörg steinefni og heldur sér vel.  Hún er kröftugt þráavarnarefni (andoxandi) og góð grunnolía sem hægt er að blanda í jurtum og öðrum efnum.

Ég vinn mikið með ilmkjarnaolíur á marmapunktana. Það er eitt áhrifaríkasta form ilmolíunudds og samtímis mjög kraftmikil marmapunktameðferð. Olíurnar eru notaðar beint á punktana, án almenns nudds á aðliggjandi svæði. Ég er ennþá undrandi yfir kraftinum sem liggur í því að blanda saman ayurveda og nútíma svæðameðferð og hlakka til að kenna fleirum þessa aðferð mína.

Mynd: Vinnuaðstaða Sharon Stathi

 

 


 

[1] Pólun er heildræn heilbrigðismeðferð, byggð á skilningi á orkukerfi manneskjunnar og nútíma þekkingu á orku.Kenningar og aðferðir pólunarmeðferðar voru þróaðar af bandaríkjamanninum Dr. Randolph Stone f.1890 d.1981. Dr. Stone skilgreindi heilbrigði sem það ástand er gerir sálinni kleift að tjá sig hindrunarlaust gegnum huga, tilfinningu og líkama fólks. Jafnvægi á þessu þríþætta orkustreymi er grundvöllur fyrir heilbrigði og vellíðan en hindrun á streymi kemur fram sem líkamlegt eða andlegt ójafnvægi eða sjúkdómur.

Í pólunarmeðferð er því leitast við að koma á hindrunarlausu orkuflæði um líkamann og losa um orkustíflur. Það er gert með mismunandi djúpri snertingu á þeim orkurásum og svæðum líkamans sem Dr. Stone skilgreindi og kortlagði, samkvæmt kenningum sínum. Meðferðartími miðast yfirleitt við 45 til 60 mín. Meðferðin er unnin á bekk. Sá er meðferð þiggur þarf ekki að afklæðast en vera í þægilegum, helst bómullarfatnaði næst sér.

Heimild: Ljósheimar.is