SunnanVinda

Fróðleikur um Blöðrubólgu o.fl.

Blöðrubólga er sýking í þvagblöðrunni. Heiti þetta er notað ef sýking eða erting í neðri hluta þvagfæra leiðir til þess að þvaglát verða tíð eða sár. Einkennin geta verið ofsafengin og með brennandi langvarandi sársauka
.Blöðrubólga getur orðið viðvarandi (krónísk) en er oftast tilfallandi bráðabólga (acute). Ýmsar orsakir geta verið fyrir blöðrubólgu. Sýking af völdum neikvæðra þarmabaktería er langalgengasta orsök blöðrubólgu, t.d. bakterían Escherichia coli (E. coli), þessi baktería er til staðar í meltingarvegi og í hægðum. Hún getur átt greiða leið,  hjá konum sérstaklega,  í þvagveg og blöðru, oft með miklum verkjum, sem geta þróast í flensuleg einkenni og jafnvel bakverki sem geta verið vísbending um að sýkingin  sé komin í nýrnavegi.  Þeir sem kynnst hafa óþægindum og oft pínu  blöðrubólgu gleyma því ekki. Líklega er þetta algengasta sýking hjá konum, næst á eftir ýmsum kvillum tengdum öndunarfærum t.d. kvefi og flensu.  Mjög algengt er að sýkingin endurtaki sig, má segja að besta vörnin sé, eins og við svo margt,  að fræðast um þennan sjúkdóm og læra fyrirbyggjandi þætti t.d. eins og matarræð, hreinlæti  o.fl.   

 * Hver eru einkenni blöðrubólgu?  

 • Sviði eða sársauki við þvaglát.  
 • Tíð þvaglátaþörf.
 • Þvagið getur verið gruggugt og/eða illa lyktandi.
 • Verkir geta verið fyrir ofan lífbein.

Venjulega er þvagið gerlalaust en það geta verið bakteríur í þvaginu án þess að einkenni komi fram.

Börn undir 5 ára aldri fá oft önnur einkenni, þau geta orðið slöpp, pirruð, hafa minni matarlyst og kasta upp.

* Hverjir eru í áhættuhóp?

 • Konur/stelpur sem þurrka sér ekki á réttan hátt við klósettferðir.
 • Barnshafandi konur.
 • Einstaklingar með meðfædda galla í þvagfærunum.

* Holl ráð

 • Það er mikilvægt að drekka mikið svo að blaðran skolist vel.
 • Mikilvægt er að blaðran tæmist alveg við þvaglát.
 • Mögulegt er að líkur á blöðrubólgu minnki ef klæðst er hlýjum fötum.
 • Þvaglát strax eftir samfarir skola burtu þeim bakteríum sem gætu hafa komist í þvagrásina.
 • Eitt mikilvægasta fyrirbyggjandi atriðið er rétt matarræði sem stuðlar að jafnvægi í meltingarvegi og heldur þvagrás heilbrigðri.

Rangt matarræði, t.d. mikil neysla sykurs, sjoppufæðis  eða verksmiðju framleiddra  matvæla, sem t.d. innihalda hvítt,  mikið hreinsað hveiti  getur skapað  vaxtarskilyrði fyrir bakteríur sem valda sýkingu í þvagrás. Forðist einnig  allan sykur.  Áfengi, kaffi, cítrus ávextir og mikið kryddaður matur getur “pirrað” viðkvæma blöðru, neytið því þessara fæðu sem minnst eða sleppið alveg.

Mikilvægt er að tæma blöðruna reglulega, gjarnan þriðju hverja klukkustund að minnsta kosti. Konur með „partýblöðru“ eru í meiri hættu á að fá blöðrubólgu.

Það geta verið fleiri orsakir fyrir því að bakteríur setjist að í blöðrunni. Hjá fólki með þvagteppu tæmist blaðran ekki að fullu við þvaglát, og það þvag sem stöðugt verður eftir í blöðrunni getur orðið gróðrarstía baktería. Aðrar aðstæður geta gert bakteríunum auðveldara að komast upp eftir þvagrásinni t.d.:

 • Rangar hreinlætisaðferðir við klósettferðir:

Þetta á sérstaklega við hjá konum og stúlkum, en þær eru með stutta þvagrás sem er nærri endaþarmsopi. Heppilegast fyrir þær er að þurrka sig í áttina frá þvagrásaropinu og aftur að endaþarmsopinu til að forðast að bakteríur frá endaþarminum fari í þvagrásina.

 • Meðfæddir gallar í þvagfærum.

Við tíðar þvagfærasýkingar, sérstaklega hjá strákum og ungum mönnum ber að rannsaka hvort að meðfæddur galli sé til staðar í þvagfærum, sem gerir það að verkum að þvagblaðran tæmist ekki að fullu við þvaglát.

 • Þvagleggir.  Hjá öllum einstaklingum með þvaglegg eru bakteríur í þvagblöðrunni, en þeim fylgja yfirleitt ekki einkenni. Þegar skipt er um þvaglegginn geta komið smárifur á slímhúð, sem geta orðið gróðrarstía fyrir bakteríur og þar með valdið blöðrubólgu og jafnvel sýkingu í blóði.
 • Barnshafandi konur.  Flestar barnshafandi konur fá bakteríur í þvag, en meðan það veldur ekki einkennum er það venjulega látið ómeðhöndlað.

* Aðrar orsakir

 • Hveitibrauðsdaga blöðrubólga. Konur sem stunda mikið kynlíf geta fengið einkenni.
 • Nýrnasteinar valda sérlega aukinni tíðni þvagfærasýkinga
 • Kynsúkdómar. Lekandi og klamydía geta gefið svipuð einkenni og blöðrubólga. Ef ungir karlmenn sem stunda kynlíf fá einkenni blöðrubólgu ætti að ganga úr skugga um að ekki sé um kynsjúkdóm að ræða.
 • Sníkjudýr. Einstaklingar sem hafa verið í Norður-Afríku eða Austurlöndum nær eiga á hættu að fá sníkjudýr í þvagblöðruna, svokallaða blóðögðusótt. Einkennin eru svipuð og við blöðrubólgu en það eru engar bakteríur í þvaginu.
 • Tíðahvörf. Vegna skorts á kvenkyns hormónum verða ýmsar breytingar í líkamanum m.a. í slímhúð kynfæra og þvagfæra, þannig að þvagfærin ertast frekar og tilhneiging til blöðrubólgu eykst.
 • Snertiexem. Getur haft blöðrubólgulík einkenni í för með sér. Þetta sést einkum hjá konum sem nota svitalyktareyði eða önnur ertandi efni á kynfærin.

* Hvernig greinir læknirinn blöðrubólgu?

 • Mikilvægasta rannsóknin er smásjárskoðun á þvagi.
 • Þvagsýnið þarf að vera nýtt og það er mikilvægt að kona haldi skapabörmum frá við þvaglátin til að forðast mengun af bakteríum frá húð og leggöngum. Takið helst þvag úr miðri bunu. Ef um sýkingu er að ræða sjást bakteríur auk rauðra og hvítra blóðkorna.
 • Oftast notast læknrinn einnig við þvagstrimil og þvagræktun.

Við endurteknar og óútskýrðar þvagfærasýkingar þarf frekari rannsóknir til að leita að meðfæddum göllum. Við rannsókn er t.d. leitað að bakteríunum bacteruria, pyuria, haematuria.

Ef meðferð læknis dugar ekki eða ef um þvagleggssjúkling er að ræða fer meðferðin eftir næmnissvari. Við ræktun baktería frá þvagi og prófun á þoli bakteríanna fyrir lyfjum þá finnst lyf sem bakterían er næm fyrir. Þó að blöðrusviði og mikil pissuþörf séu einkenni blöðrubólgunnar þá getur það einnig bent til sýkingar í ytra blöðruvegi (interstitial cystitis (IC)). Þessa sýkingu getur verið erfitt að greina þar sem henni fylgir ekki baktería í þvagi. Best er að leita til þvagfærasérfræðings sem er læknir eða græðari með sérþekkingu á þessu vandamáli. Einnig er til annað afbrigði af  IC, einkenni eru mildari en eru oft að koma aftur og aftur, þessi tegund veikinnar er einnig án greinanlegrar bakteríu. Aðrir þvagfærasjúkdómar hegða sér oft líkt og blöðrubólgan, t.d. klamidia, herpes, sumir vírusar og jafnvel sníkjudýr (mycoplasma, trichomonas). Sumt af þessu getur valdið vörtum á skapabörmum (papilloma virus). Kláði, sviði, gulleit útferð úr vagínu og verkur sem leiðir upp í maga geta verið einkenni. Aðgát skal höfð varðandi blöðrubólgu og kynlíf: Konur sem nota hettu og sæðiseyðandi krem eiga frekar á hættu að fá blöðrubólgu, m.a. vegna þess að kremið truflar eðlilega bakteríu flóru. Nauðsynlegt er því að breyta um verjur. Einnig er fyrirbyggjandi og nauðsynlegt að halda raka í leggöngum og helst að hafa þvaglát sem fyrst eftir samfarir og þannig að “sturta út” hugsanlegum slæmum bakteríum, áður en þeim tekst að fjölga sér.

Hlustaðu á líkama þinn, leitaðu upplýsinga og ræddu alltaf við heilsufarsráðgjafann þinn fyr en seinna.

 * Hver er meðferðin og hvaða lyf  eru gefin?

 • Meðferð læknis felst oftast í 1 grammi af sulfametoxazól (PrimazolSulfotrim) tvisar sinnum á dag í 3-6 daga. Hjá ungu fólki er yfirleitt nóg að gefa einn 2-3 gramma skammt af sulfametoxazól.

Lyfjameðferð hefur oft í för með sér aukaverkanir. Ofannefnd lyf hafa t.d. oftast neikvæð áhrif (“rústa”) á nauðsynlega  þarmaflóru, því er alltaf nauðsynlegt að bæta lífsskilyrði jákvæðu bakteríanna t.d. með því að taka  inn mjólkursýrbakteriur eins og t.d.: Lactobacillus acidophillus, Lactobacillus salivarius, Lactobacillus plantarum, Bifidobacterium bifidum. Jafnframt þarf að gera ráðstafanir við matarræði og skapa þannig heilnæmari skilyrði í meltingarvegi og þvagrás. Hefðbundnar lækningar eiga í raun sífellt erfiðara með að ráða  bót á blöðrubólgu. Líkleg skýring er sú að bakteríur þær sem valda bólgunni eru alltaf að verða ónæmari fyrir algengustu sýklalyfjunum. 

* Hvað ráðleggur homopatinn ?

Smáskammtalækningar  (homopathy, þ.e. læknisaðferð þar sem unnið er eftir að “líkt lækni líkt og að minna sé betra) eiga oft ágæt og einföld ráð við sýkingum í þvagfærum, úrbætur slá oft fljótt á sársauka og flýta bata.

Nefna má  eftirfarandi smáskammta úrbætur  sem gagnast vel við blöðrubólgu: 

CANTHARIS: Sársaukin er skerandi fyrir og eftir þvaglát. Oft er þvag blóðlitað. Einnig þegar eins og bara fáir dropar koma af þvagi og þá með miklum sviða. Viðkomandi finnst að að blaðran sé enn full og er alltaf mál. Oft ber á stressi.

STAPHYSAGRIA: Þessi úrbót gagnast oft við blöðrubólgu sem hefur tekið sig upp eftir samfarir, sérstaklega ef samfarir hafa ekki verið stundaðar um nokkurn tíma  eða að bólgan kemur alltaf eftir samfarir. Annað einkenni er þrýstings tilfinning í blöðru eftir þvaglát eins og blaðran hafi ekki tæmst. Einnig tilfinning eins og þvagdropi renni niður þvagrásina, eða stöðugur sviði.  Staphysagria getur líka verið góð við blöðrubólgu sem kemur eftir veikindi eða langa rúmlegu og jafnvel eftir að viðkomandi  hafi fengið næringarvökva í æð.

NUX VOMICA: Einkenni  Nux vomica er mikill pirringur, stöðug þörf á þvagláti, einungis pínulítið kemur í hvert skipti. Brennandi, oft krampakenndur sársauki í blöðru með kláðatilfinningu í þvagrás þegar pissað er. Viðkomandi er mjög pirruð, óþolinmóð og henni er kalt. Ágætt er að fara í heitt bað og halda hlýju og taka Nux vomica í 30c.

BERBERIS VULGARIS: Blöðrubólga með snöggum köstum stingandi sársauka eða brennandi tilfinningu niður þvagveginn og þvagopið  eru einkenni Berberis vulgaris. Eftir losun blöðru er tilfinning um að eitthvað sé enn eftir. “Mál” tifinning og óþægindi aukast oft eftir göngu.

BORAX: Þessi úrbót  hjálpar oft þegar mikill sársauki er við þvagrásarop jafnframt verkjum  við blöðru og eins og mikið sé eftir í blöðru eftirlosun. Börn garga oft af sárasauka og eru hrædd við að pissa því þá vita þau að verkurinn verður ennþá verri. Borax er oft gott fyrir fólk sem er viðkvæmt, þolir illa hávaða og fær ferðaveiki (bíl- eða flugveikt).

 SEPIA: Þetta er úrbót sem hentar þeim sem finnst þeir þurfa að pissa oft og er snögglega mál. Einnig þeim sem finnst þeir vera með þvagleka og finnur jafnframt til þyngsla í þvagblöðru og þrýsting ofan við lífbein. Viðkomandi finnst hún vera sí-þreytt, er pirruð og er oftast kalt.

Í heildrænum lækningum, eins og smáskammtalækningar eru, þá er hver einstaklingur metinn í heild sinni og einstaklingsbundnir  líkamlegir og sálrænir þættir eru metnir. Reynt er að komast að raunverulegum orsökum sjúkdóma í stað þess að einungis að “drepa”bakteríuna”. Eftirfarandi aðrar úrbætur geta því m.a. gagnast við blöðrubólgu eftir slíkt mat: Aconitum apellus, Apis mellifica, Belladonna, Benzinum acidum, Chimaphila umbellata,  Clematis, Causticum   Equisetum,  Lycopodium og  Mercurius corrosivus.  Nöfn úrbóta vísa til þeirra efna, sem þær eru unnar úr. Flestar úrbætur eru komnar frá jurtum. Vísað er oftast til latnesku heita jurta, steinefna og dýra sbr. hér að framan. Aðrar  úrbætur eru úr steinaefnum eða dýrum. Þær eru í ör magni í úrbótinni og eru í raun orkujafna viðkomandi efna sem þær koma frá.  Oft er úrbótum blandað saman til að auka og samverka eiginleika þeirra  gegn ákveðnum kvillum.  Einnig er hér bent á eftirfarandi s.k. Shuesslersölt: Kali muriaticum, Kali phosphorica, Ferrum phosphorica og Magnesium phosphorica.Þau eru tekin í styrkleikanum 12X, tíu smátöflur, tvisvar á dag, þangað til verkir og bólgan hættir.

Úrbætur (homopata remediur) fást oftast hjá homopatanum, en einnig er nú hægt að fá nokkrar tegundir úrbóta í heilsubúðum og fáeinum lyfjaverslunum hér á landi. Í nágrannalöndum okkar er gott aðgengi að flestum úrbótum, fyrir þá sem vilja taka ábyrgð á eigin heilsu og forðast  sterk lyf. Úrbætur hafa sjaldan aukverkanir.

* Hvaða jurtir og matarræði hafa græðandi áhrif gegn blöðrubólgusýkingu ?

“Gerðu mat þinn þannig að hann lækni og hafðu lyf þín þannig að þau séu hluti fæðunnar”, sagði Hippocrates…. 

Til að minnka líkur á blöðrubólgu  er m.a. hægt að nýta sér eftirfarandi fyrirbyggjandi leiðbeiningar: Drekkið  3 – 5 vatnsglös á dag, vatnið úr krananum er oftast best !  Títuberjasaft (Cranberry) er ríkt af bakteríu drepandi hippuric acid. Best er að nota safaþykkni án sykurs, gott er að láta C vítamín í þykknið þegar það er blandað vatni. C vítamínið sem er súrt slær einnig á bakteríuna. Borðið mikið grænmeti og salöt, flesta ávexti, hvítlauk,  allar baunir vel soðnar, morgunkorn og gróf gerlaus brauð. Einnig er ráðlagt að neyta jurtabelgja sem innihalda Sortulyng (uva-ursi, berberry), Blægresi (couchgrass), Túnfífilrót (taraxacum), Vallhumal (yarrow- achillea) Ginseng og Sólhatt (echinacea). Sleppa ætti öllum mat sem inniheldur hvítt mikið hreinsað hveiti  og forðast allan sykur.  Áfengi, kaffi, cítrus ávextir og mikið kryddaður matur getur “pirrað” viðkvæma blöðru, neytið því þessara fæðu sem minnst eða sleppið alveg.

Önnur ráð: Ilmolíufræði (Aromatheraphy) mælir með blöndu kjarnolíanna (Essential oils) Eucalyptus (3%), Juniperus (2%) og Thymian (2%), blandað í hlutlausa grunnolíu (93%) t.d. ferskjuolíu eða olívuolíu.

Einnig hafa nálastungulækningar, kínverskar jurtalækningar, litaumönnun og reflexology ráð við sjúkdómnum. Blómadropar standa fyrir sínu, t.d. Fimm blóma úrbótin (Rescue remedy).

Batahorfur: Yfirleitt hverfur vandamálið eftir meðhöndlun. Konur virðast þó eiga á hættu að sýkingin taki sig upp aftur. Fylgið ráðunum hér að ofan til að koma í veg fyrir það. Upplýsingar þessar eru til fróðleiks en er ekki ætlaðar til lækninga. Hlustaðu á líkama þinn, leitaðu upplýsinga og ræddu alltaf við heilsufarsráðgjafann þinn fyr en seinna.

Samantekt: Birgir Þórðarson náttúrufræðingur   03/2003

Um gróðurnytjar                                                             

 Á undanförnum árum hefur verið töluverð endurvakning á ræktun og nytjum gróðurs,  sem fyr á tímum var notaður til heilsubótar og lækninga. Má segja að nytjar þessar séu nú stundaðar um allt land og margvísleg atvinna og gagn af að aukast.

 Ýmsar tilraunir og vísindalegar rannsóknir hafa einnig færst í vöxt, gætir hér vissulega áhrifa erlendis frá, en þekking á gagnsemi jurta til hollustu, byggð á reynslu ásamt vísindlegum efnagreiningum hefur aukist gífurlega á síðustu árum. Rannsóknir á eiginleikum jurta til lækninga er nú stundaðar við margar vísindastofnanir og háskóla víða um heim. Uppgötvanir eru gerðar daglega varðandi gagnsemi jurta, jafnframt því að þekking á því sem ber að varast eykst einnig.

Hér á landi hefur verið unnið að slíkum rannsóknum á vegum Háskóla Íslands, við stofnanir og nokkur fyrirtæki, með það að markmiði að þróa hollustuvörur og framreiða lækningamátt jurtanna.

 Einn af þeim frumkvöðlum, sem endurvakið hefur trú manna hér á landi á gagnsemi jurta til heilsubótar, er Ævar Jóhannesson.  Ævar hefur öðlast mikla þekkingu á lækningamætti margra jurta og hvernig æskilegt er að raða jurtum saman til að ná góðum árangri. Þannig hefur t.d. blanda,sem m.a. er unnin  úr lúpínurót, njóla, litunarskófum og hvönn, reynst vel til styrktar ónæmiskerfi líkamans. Margir eru þeir, sumir t.d. langt leiddir af ýmisskonar krabbameini, ofnæmis- og húðsjúkdómum, sem fengið hafa vökva þennan til inntöku og hafa styrkst það mikið að líkami þeirra hefur náð að vinna bug á sjúkdómnum. Í mörgum tilvikum hefur verið um að ræða að dauðinn einn blast við sjúklingnum, en seyði Ævars, sem hann lætur af hendi án gjalds,  styrkt það mikið að heilsu hefur verið náð á ný. Ekki hefur Ævar litið á sig sem lækni heldur fræðara, sem miðlað hefur margra áratuga þekkingu og reynslu. Þetta hefur hann m.a. gert með greinaskrifum sínum, en Ævar hefur haft umsjón með blaðinu “Heilsuhringurinn” í yfir 20 ár. Þó Ævar sé fróður af langri reynslu um læknisfræðileg málefni hafa sumir læknar kallað hann “skottulækni” og neitað að koma á samvirkum læknisfræðilegum athugunum á jurtablöndum þeim sem Ævar býr til. Sigmundur Guðbjarnason rektor hefur þó haft mikla trú á störfum og kenningum Ævars og m.a. fyrir hans tilstilli hafa verið gerðar efnafræðilegar athuganir við Háskóla Íslands á jurtum Ævars. Hluta þessara athugana er þegar lokið og hafa þær staðfest efnafræðilega eiginleika umræddra jurta og hvers vegna þær virka græðandi t.d. fyrir ónæmiskerfið. Jafnframt hefur það vakið athygli að virk efnasambönd í íslenskum jurtum eru oft meiri og gagnlegri en úr sambærilegum jurtum erlendum. Fyrirtækið Íslenskar heilsujurtir hafa nú unnið að þróun jurtaafurða til heilsubótar, eru þessar afurðir byggðar á umræddum rannsóknum og kenningum Ævars.

 Einn er sá bóndi sunnlenskur sem komið hefur að verkefni þessu, er það Ingólfur Guðnason á Engi í Biskupstungum. Ingólfur hefur um margra ára skeið ræktað í garðyrkjustöð sinni af mikillri þrautseigju margvíslegar kryddjurtir. Framleiðsla þessi er þekkt meðal sælkerakokka landsins og margra annarra neytenda fyrir einstök og örugg gæði, enda framleiðslan unnin eftir reglum lífrænnar ræktunar og vottuð sem slík af vottunarstofunni Tún. Kryddjurtaframleiðslan hefur aukist jafnt og þétt og er nú meir en 1000 fermetrar undir gleri í ræktun allt árið, jafnframt hefur fjölbreytnin aukist verulega og boðið uppá bæði krydd í jurtapottum og sem afskorna framleiðslu. Jafnframt öflun þekkingar um ræktun kryddjurta hefur Ingólfur kynnt sér nytjar og ræktun lækningajurta. Um nokkurt skeið hafa staðið yfir að Engi tilraunir með útiræktun nokurra íslenskra lækningajurta og hafa tilraunir þessar lofað góðu um framhaldið.  Frá Engi hafa því komið nokkrar þær tegundir jurta, sem unnið hefur verið að rannsóknum á í verkefni Háskóla Íslands, Íslenskra heilsujurta og Ævars Jóhannessonar.

Af öðrum rannsóknum, sem núna standa yfir hér á landi á eiginleikum jurta,  má nefna rannsóknir við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands og er það Kristín Ingólfsdóttir prófessor í lyfjafræði sem stýrir þeim í samstarfi við erlenda aðila. Er í verkefni þessu lögð áhersla á rannsóknir á ýmsum mosategundum og fjallagrösum, en sem kunnugt er hafa fléttur verið notaðar frá aldaöðli til margvíslegra lækninga. Í verkefninu er m.a. verið að kanna efnaþætti þessara grasa og hvernig þau virka græðandi fyrir ónæmiskerfið og hvernig lækningarmáttur þeirra hefir áhrif á t.d. öndunafærasjúkdóma, magasjúkdóma og æxlisfrumur en þetta eru ein helstu vandamál, sem líkami nútíma mannsins þarf oft að  kljást við auk offitu og streitu.

 Víða um land, í öllum landshlutum, er unnið að framleiðlslu á margsháttar jurtavörum, í flestum tilvikum er um handverk í smáum stíl að ræða og lofar margt góðum árangri. Ýmsar náttúrulegar snyrtivörur eru nú unnar þannig hér á landi, margskonar græðandi smyrsl, jurta- og  kjarnaolíur með óendanlegum eiginleikum til heilsubótar og vellíðan, blómadropar, hollar tejurtir og tinktúrur, auk þess að remedíur til smáskammtalækninga hafa nú loks verið heimilaðar hér. Allt þetta á sér m.a. rætur að rekja til aukins áhuga og þekkingu fólks á náttúrulækningum og öðrum heildrænum aðferðum til lækninga. Fólk er farið að skilja að ekki nægir að skoða einstaka líkamshluta í veikindum, heldur þarf að skoða líkamann í heild sinni, umhverfi hans og sálarástand. Virðing fyrir manneskjunni, hlutverk guðdómsins, lífsorkan, flæði og jafnvægi orkunnar, yin og yang  eru þættir sem taka þarf tillit til við heilsu- og hollustubót manns og náttúru.

Um þessar mundir hafa Bændasamtök Íslands og verkefni samtakanna og landbúnaðarráðuneytisins, Áform,  hvatt þá sem vinna að gerð smyrsla og annarra íslenskra hollustuvara að hafa samband við verkefnið ef áhugi væri á að koma viðkomandi vöru á markað erlendis. Ljóst er að markaður náttúruvara hefur stóraukist á síðustu árum í heiminum, t.d. var sala í Bandaríkjunum á heilsuvörum unnum úr jurtum (þ.e.”herbal supplements” ekki unnin vítamín né lyf) árið 2000 um 591 miljarður króna

 Flestar þær jurtir íslenskar, sem rannsóknir beinast nú að er að finna í viðkvæmri náttúru landsins. Eiginleikar jurtanna eru mótaðar af okkar hreina, kalda loftslagi, stuttu vaxtarskeiði og löngum sumarnóttum. Þessi viðkvæmi fjársjóður hefur verið vanmetinn á seinni árum, þó nú séu margir að uppgötva hann á ný. Því ber að fara fram með mikillri varúð við nýtingu þessa þáttar náttúru landsins. Flestur villigróður vex hægt og er lengi að ná fullum þroska, mikilvægt er því að ganga vel um landið sem nytjað er og ganga ekki nærri gróðurfjársjóðnum jafnframt því að hvíla land í nokkur ár milli nytja.

 Verndum náttúru landsins og dýrmæta fjársjóði hennar, fyrir framtíðina.

 Grein þessi birtist í blaðinu Umhverfið 2000 Höfundur er Birgir Þórðarson náttúru- og  umhverfisskipulagsfræðingur, sem hefur starfað að hollustuháttamálum og heilbrigðiseftirliti  hjá Hollustuvernd ríkisins og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands til margra ára. Hann hefur stundað nám í grasalækningum (Medical Phytotheraphie) og homopatískum lækningum.

Um Pekana fyrirtækið í Kisslegg

 Í Kisslegg í suður Þýskalandi er ltítið framleiðslu fyrirtæki sem heitir PEKANA. Hef ég átt þess kost að koma þar nokkrum sinnum við og  læra þar margt af hinum einstaka Dr. Peter Beyrsdorff og konu hans Katharinu Beyersdorff. (PE  KA  NA  - Peter+Katharina+Natur).  Dr. Peter er einn merkasti jurtalyfjasmiður og homopat, sem uppi er í  dag og  fannst mér ótrúlega spennandi að fá að fara með honum um alla kima jurtasmiðju hans og rannsóknarstofur og hlýða á endalausan fróðleik frá þessum geislandi öðlingi. Sjaldan hef ég lært eins mikið um þessi fræði en þarna við samtöl okkar.

PEKANA framleiðir úrbætur úr jurtum til lækninga og hefur PEKANA þróað frá árinu 1985 aðferð sem byggir á s.k. Spagyric vinnslu jurta og var Spagyric aðferðafræðin  skráð í Úrbótaskrá homopata í Þýskalandi 1991. Sjá nánar á sérblaði um Spagyrik, en Dr. Peter er þarna að “nútímavæða”  aðferðir Paracelsusar og færa fram kenningar Hahnemanns, upphafsmanns nútíma homopatíu eða smáskammta lækningar.

 Í kynningarefninu frá PEKANA eru m.a. skrá og lýsingar á öllum úrbótum (remedium) PEKANA auk margvíslegra upplýsinga um virkni og rannsóknir auk ágætra umfjöllunar um lausnir við ýmsum kvillum. Rit þessi eru bæði skrifuð af homopötum, læknum og öðrum græðurum.

 Í dag er PEKANA “a state-of-the-art”, GMP vottuð framleiðslueining að hætti annarra lyfjafyrirtækja, sem framleiðir meir en 80 heildrænar úrbætur með þessari sérstöku aðferð. Flestar úrbæturnar eru í vökvaformi til inntöku en einnig eru framleidd margvísleg græðismyrsl. Úrbætur PEKANA eru uppbyggðar þannig að hægt er að ná fjölþættum árangri  bæði vegna lækninga á  kroniskum og við akut tilvik sjúkdóma.  PEKANA spagyric er mælanleg og rannsóknarhæf aðferð byggð á heildrænni framleiðsluaðferð fyrir jurtaveigar unnar úr hráefnum lífrænna jurta sem uppfylla skilyrði nútímans fyrir gerð úrbóta og lyfja. Öll hráefni og framleiðslan er undir eftirliti og vottun samkvæmt  aðferðum þar sem farið er að umhverfis- og vistfræðilegum reglum, t.d.  varðandi uppruna, lífræna framleiðslu  og að ekki séu ofnýtt vistfræðileg kerfi eða hráefni.
Af markmiðum  og hugsjónum PEKANA fyrirtækisins  er fróðlegt að benda m.a. á eftirfarandi:

”Markmið okkar er að þróa nýjar afurðir í takt við tímann hverju sinni. Þetta gerum við m.a. með að vinna með markhópum okkar og samstarfsaðilum. Við styðjum viðskiptavini okkar í viðleitni þeirra til að bera ábyrgð á eigin heilsu.  Við sköffum heilbrigðisstéttum  allar upplýsingar um framleiðsluvörurnar  m.a. til að þeir geti unnið störf sín á sem heildrænastan hátt.

Þegar við göngum til samstarfs þá leggjum við  til áratuga reynslu  okkar og reynslu af vörum okkar,  með hag beggja samstarfsaðila að leiðarljósi.

Fyrir vinnu okkar, starfsfólk, félaga og viðskiptavini  leggjum við til aðstöðu sem eykur vellíðan;  með umhverfinu, með  því að nota umhverfisvæna orku,  með litavali og   formi hluta, verkfæra og bygginga.

 

Við hvetjum til jákvæðrar þróunar frama starfsmanna PEKANA með samstarfi við  yfirstjórn  fyrirtækisins og ákvarðanatöku sem byggð er á heiðarleika, trúnaði og réttsýni.”

Rafeindasmásjár skráning af Sólhatti   Mynd af orkusviði, Echinacea spag. Mynd af, Echinacea ang. Samanburður á spagyric hom orkusviði    vinstra megin og hefðbundin vinnsla til hægri.

SPAGYRIC

Með að sameina orkumikil spagyric efni við homopatiskar úrbætur (remediur) hefur PEKANA tekist að skapa sérstaklega kröftugar, hágæða heildrænar og sérhæfðar úrbætur með  lágu innihaldi af vínanda. SPAGYRIC, er hugtak úr latínu, sem þýðir “að aðskilja og sameina aftur”.   Upphafleg aðferð er m.a. sett fram af Paracelsus (1493 – 1541), hinum mikla græðara og lækni miðalda. Hráefnið er alltaf plöntur eða plöntuhlutar í samræmi við það sem viðurkennt er í úrbótaskrá homopata (Monographs of the Homeopathic Pharmacopoeia).

 Um miðjan áttunda áratuginn,  hóf  Dr. Beyersdorff  rannsóknir og þróun á gömlum aðferðum  sem voru notaðar við vinnslu lækningajurta, aðferð þessi var kölluð “ spagyrics”. Hugtak þetta hafði verið sett fram af Paracelsus (1493 – 1541), hinum mikla græðara og lækni miðalda. Markmið Dr. Beyersdorff með vinnu sinni var að þróa nútíma  spagyric -  hugtak þetta úr latínu þýðir “að aðskilja og sameina aftur”.  Hann var á þeim tíma sannfærður um að í raun væri aðferð þessi homopatísk í  eðli sínu.  Dr. Beyersdorff fannst þó að það væri ekki nóg að geta framleitt úrbætur og lyf eftir þessari aðferð heldur þyrfti einnig að gera vöruna þannig að hægt væri að mæla efni og orku þeirra úrbóta sem gerðar væru þannig að þær uppfylltu kröfur um rannsóknarhæfni sem settar eru fram í  úrbótaskrá (Homeopathic Pharmacopoeia).

Spagyritækni er sérstök aðferð við úrbótagerð, bæði við gerð spagyric og hefðbundinna úrbóta er unnið með orkuþætti til lækninga. Í hefðbundinni (klassiskri) homopatíu er græðikraftur og orka  jurta virkjuð með útdrætti efna í  móður jurtaveig (mother tincture) í vínanda og síðan elfd (potentized) með áslætti. Aðferð PEKANA er aftu á móti unnin með að auka orku jurtaveigar á lífelfdan hátt með aukningu orkunnar við vital spagyric vinnsluna m.a. með gerjun og að  auka steinefnaþáttinn með að setja steinefni unnin úr ösku viðkomandi jurtar í vökvann. Lífkraftur jurtarinnar er þannig varðveittur og í raun aukinn við vinnsluna.

Ef þú vilt vita meira þá er ágæt heimasíðan  http://www.pekana.com/ . Vísað er til handbókarinnar “The homeopathic-spagyric remedy programme” um virkni úrbótanna.  

Birgir Þórðarson  sunnanvindar@simnet.is