SunnanVinda

Hollustujurtir

 

Sunnan Vindar bjóða jurtablöndur, lagaðar að íslenskum aðstæðum og matarræði með íslenskum jurtum.  Samefli (synergi)  efna og lífhvata í þessum jurtum gera þær græðandi og stuðlar að nýmyndun jákvæðra þátta í frumum og líffærum. Skortur á orku og slen er ein algengasta sjúkdómskvörtun í dag. Slík síþreyta getur orsakast af margbreytilegum þáttum, en oft er orsaka að leita til ástands í líkamanum, sem stafar af einhverskonar eitrun. Þrátt fyrir að þú borðir sæmilega hollan mat þá geta óholl efni bæði frá umhverfinu og úr fæðunni hlaðist upp í líffærum og hindrað rétta nýtingu nauðsynlegra næringarefna.  Með breyttu matarræði, meiri hreyfingu, hugleiðslu, réttri öndunartækni og endurskoðuðu lífsmunstri er líklegt að hægt sé  að lengja líftíma einstaklinga um 10-15 ár ! Skoðaðu matarræði þitt og lífshætti; Ef þú tekur þig á skipulega getur þú stórbætt heilsuna og náð því að lifa mikið lengur en ella og við betri heilsu !   Góð  ristilheilsa og hreinar æðar eru lykilatriði að því  markmiði.

Margar jurtir eru notaðar í dag, sem mildir orkugjafar og hollustuvernd við hinum fjölmörgu heilbrigðisvan damálum nútímans. Notkun jurta, hefur í aldir verið notuð, sem örugg og árangusrík heilsu- og fæðubót. Sunnan Vindar hafa um árabil unnið að könnun og rannsóknunum á jurtum m.a. til heilsu-og hollustu nytja Við leggjum áherslu á það sem við köllum samefli jurta eða synergi, þ.e. hvernig best er að raða jurtum og jurtaefnum saman á þann hátt að þær stuðli að betri heilsu m.a. með því að t.d. efla ónæmiskerfi eða einstaka líffæraþætti. Við höfum raðað saman jurtum, bæði í grasate blöndur, jurtaduft til drykkjar og jurtavökvum og olíum í nuddblöndur, krem og smyrsl.  

Sunnan vindar hafa á undanförnum árum unnið að þróun og prófunum margvíslegra jurtaefna, m.a. jurtateblöndum, jurtaduftsblöndum, olíu- og kjarnolíu blöndum og smyrslum af ýmsu tagi auk annarra náttúruefna, t.d. hveraleir. Tilgangurinn með þessari vinnu er að þróa samefli jurta til að auka hollustu eða styrkja einstök líffæri og auka vellíðan og hreysti notenda . Vinna þessi hefur verið gerð í samstarfi við marga;  græðara, homopata, grasalækna, ræktendur, matarfræðinga, nuddara og heilbrigðisstarfsfólk,;  Kærar þakkir fyrir alla aðstoð og góð ráð !

Oolung Sechung  er teið, sem Oprah  hefur verið að mæla með í þáttum sínum, þegar hún er að fjalla um góða – og auðvelda – leið til grenningar ! Oolong Sechung  hefur óvenju hátt hlutfall af náttúrulegum fjöl-   jurtafenólum (polymerized polyphenol). Þessi jurtaefni vekja meltingarensím, sem stuðla að hröðu niðurboti fæðu og fitu, þannig verður aukning á allri brennslu í næringarveginum, sem síðan vinnur að náttúrlegri grenningu fituvefja. Í raun má segja að einungis 2-4 bollar af Oolong  tei á dag stuðli að því að  fækka nokkrum kílóum einungis með að styrkja meltinguna á náttúrulegan hátt auk þess að varna fituáhrifum frá kolvetnum í fæðunni. Við mælum með því að drekka Oolong   tvisvar—þrisvar á dag, eða 2 – 4 bolla. Oolong  te inniheldur smáskammt af kaffíni, þannig að best er að drekka það first á morgnana, í  hádeginu og kannski síðdegis, ekki  seint á kvöldin. Þú getur drukkið það bæði heitt eða kalt og lagar það eins og venjulegt te, ein teskeið fyrir svona tvo bolla og lætur standa 2-3 mínútur eftir að hafa hellt heitu vatni í tekönnuna.   

Netfangið  er;    sunnanvindar@simnet.is

Sunnan Vinda  02  2012