SunnanVinda

Hollustujurtate

 Hér er yfirlit um nokkrar jurtablöndur, sem við lögum. Lögð er áherslu samefli jurta eða synergi,  þ.e. að raða jurtum og jurtaefnum saman á þann hátt að eiginleikar einstakra  jurta vinni saman og stuðli að betri heilsu og samefli m.a. með því  t.d. að efla ónæmiskerfi eða einstaka líffæraþætti.

Blaðra; Lífrænar hollustujurtir sem styrkja og græða.   Styður meðferð vegna nýrna og blöðru. Gegn hitaköstum og  óþægindum í þvagfærum. Einnig sem hluti af meðferð vegna nýrnasteina. Jurtir:Klóelfting, Humall, Sortulyng, Nettla, Mynta, Gullrís, Birki, Steinselja. Þessar jurtir hafa vatnslosandi og hreinsandi áhrif, einnig eru áhrif birkilaufa og steinselju og nettlu góð fyrir nýrun auk þess að losa um vökva og þvagefni (urea).  Efnið arbutin, sem er í laufum  sortulyngs, er jafnframt sótthreinsandi fyrir þvagrásina  Efni í laufum piparmyntu verka einnig styrkjandi fyrir þvagrásir og blöðru, auka einnig ónæmi í vefjum nýrna og þvagblöðru. Engin þekkt aukaáhrif, þó ætti ekki að nota ef einnig er tekin lyf t.d. til að auka sýrustig í þvagi.

Efnaskipti & Vatnslosun; Lífrænar hollustu jurtir sem styrkja og græða, losa um vökva og hreinsa, auka efnaskipti og stuðning við ónæmiskerfið. Linar hitaköst  og óþægindi í þvagfærum, með vökvalosandi áhrifum og eykur jafnframt framleiðslu hvata (ensíma).           Jurtir; Klóelfting,  Nettla, Hjartafró Mynta, Humall , Mjaðurt,  Einiber, Steinselja, Birki, Viðja.

Magi & Þarmar; Losar um spennu/streitu í maga, gott við maga- og þarmakrampa.  fyrir góða magaheilsu.  Jurtir; Kamilla, Mynta, Vallhumall, Mjaðurt, Maríuþistill, Garðabrúða,  Kúmen og Fennika.

Lifur og gall;  Stuðlar að losun efna í lifur og gallblöðru. Styrkir þessi líffæri og stuðlar að hreinsun  þungmálma og óæskilegra efna. Jurtir; Túnfífill, Maríuþistill, Vallhumall, Dill, Malurt, Lakkrísurt, Síkoría.                                                                                                                  

Slökun;  Lífrænar hollustujurtir , sem slaka á og losa spennu og streitu. Ráðlagt við stressi,  óróa og  svefnleysi. Í dagsins önn og streitu geta áhrif  mikils álags og áreitis vadið  taugaþreitu, óróa og svefnleysi. Margar lækningajurtirnar er hægt   að nota á jákvæðan hátt gegn þessum áhrifum; Kamillubrá, Morgunfrúarblóm, lauf af Hjartafró, Piparmyntu, Appelsínu- og  Lofnarblómum,  rót af Garðabrúðu, Kamillubrá, Morgunfrúarblóm,. Samefli þessara jurta er slakandi og róandi. Ekki eru þekkt  neikvæð hliðar- eða  aukaáhrif þessara jurta.

Freyja; Lífrænar hollustujurtir. Auka orku og gefa glampa í augu.

Gott við þunglyndum huga, óróa og ótta, magaóróa, maga- og þarma verkjum, harðlífi og verkjum í Jurtir: Hjartafró, Fjallagrös,Maríustakkur, Hybiscusrós, Nettla, Rósanýpa, Vallhumall, Garðabrúða, Lakkrís og Anís. Ilmandi og litfagurt. Maríustakkur er þekktur frá alda öðli til að lina óþægindi vegna tíðaverkja. Kamillubrá, Hjartafró og Vallhumall virka vel saman gegn magakrampa og þarmaverkjum.

Hóstahlé; Lífrænar hollustujurtir gegn hósta, hálsverkjum og kvefi.                                             Unnið úr; Sólhatti, Salviu, Engifer, Rósanýpu,  Blóðbergi, Sítrónugrasi,  Fennel, Anís, Lakkrísurt.

Morgunte Homopatans; Hressandi og orkugefandi, fyrir-byggjandi gegn kvefi og flensu.  Unnið úr Hjartafró, Epli, Nettlu, Salviu,  Sólhatti, Rósanýpu, Humal, Einiberjum, Sítrónu, Anís, Kúmen og Ginseng.

Allar blöndur okkar eru  jafngóðar bæði heitar og kaldar.                        

Notið 2-3 teskeiðar í líter af vatni. Látið standa 3-5 mín.

Essíak jurtaseyðið hefur hjálpað mörgum til bættrar heilsu. Ljóst er að seyðið hefur jákvæð og uppbyggjandi áhrif á frumur líkamans, styrkir ónæmiskerfið og stuðlar að jafnvægi í líkamanum, þessir þættir gera það að verkum að margir sjúkdómar geta “dregið sig til hlés”. Í þeim ritum um  rannsóknir, sem gerðar hafa verið á jurtablöndunni og  þeim sem hana nota,  eru nefndir sjúkdómar eins og krabbamein af ýmsu toga  og eftirmeðferðir  t.d. eftir geislun og lyfjameðferð;

Essiak Islandica eru lífrænar hollustujurtir, sem styrkja og græða;  Búrblaðka, Fjallagrös, Græðisúra, Vallhumall, Tröllasúra, Klóþang,  Regnálms börkur, Heilagur Þistill, Rauðsmári, Brunnperla; Essiak jurtablandan er upphaflega  komin frá Ojibwaya “indíána” (fyrstu þjóðar) þjóðflokknum í Kanada. Hjúkrunarkonan Rene Caisse hóf rannsóknir og lækningar, m.a. á krabbameini, með jurtablöndu, sem hún byggði m.a. á reynslu grasalækna.  Allar jurtir í þessar blöndu eru vel þekktar græðijurtir sem hafa verið notaðar um aldir og einnig í nútíma óhefðbundnum meðferðum.Essíak stuðlar að bættum frumuvexti og styrkir ónæmiskerfi líkamans.