SunnanVinda

Hreinsun líffæra


Nokkrar höfuðreglur við hreinsun meltingarlíffæra;

 • · 1. Byrjaðu með slökun og taktu þér tíma fyrir þig.
 • · 2. Borðaðu sem mest grænmeti og græna drykki.
 • · 3. Borðaðu það eins oft og þú vilt.
 • · 4. Drekktu nóg af vatni, safa og jurtate

Efnin í Hreinsikúr okkar eru allt náttúruleg jurtaefni;

 • Ristilhvati 1      40 grömm  1-2 teskeiðar að morgni dags.
 • Ristilorka 2      40 grömm  1-2 teskeiðar að morgni dags.
 • Meltingarhvati ( Græðisúra- Plantago Ovata) 150 grömm  2-3+2-3 matskeiðar á dag.
 • Magi og þarma jurtate 50 grömm, 2-4 bollar á dag.

Fyrstu dagarnir eru til að losa, sem mest af ómeltri gamallri fæðu úr næringarveginum, til að auðvelda þetta er best að borða létta grænmetisfæðu og sem mest fljótandi fæðu í 2-3 daga áður en eiginleg hreinsun hefst, þá gengur það mun betur og léttar fyrir sig.

Ristilhvatinn er blanda jurta sem hvetja til losunar úr næringarvegi, þ.m.t ristli, hann virkar á 2-4 tímum, getur þó verið breytilegt eftir hverjum einstakling. Hvetur til hægða 2-4 sinnum á dag þegar hann er notaður  að morgni. Ristilorkan eru orkumiklar jurtir sem koma meltingunni í gott lag og eðlilegum hægðum.

Meltingarhvatinn  hreinsar ristilinn mjög vel og stuðlar að betri meltingu og jöfnum hægðum, aukinni vellíðan.

Jurtateið styður við hreinsunina og gefur ágæta næringu jafnframt sem það stuðlar að hreinsun viðkomandi líffæra.

Eftirfarandi er tillaga að matardagskrá við hreinsun. Þú breytir ef þér finnst þess þurfa með. Finndu þinn eigin takt og láttu þér líða vel í hreinsuninni. Hver dagur í hreinsun er enn einn dagurinn sem þú losar þig við óþarfa fitu, slæmar sýrur og eiturefni úr líkamanum.

Tillaga að næringar dagskrá í 7-Daga hreinsun 

 

Dagar 1-3

Eftirfarandi er tillaga að næringar dagskrá, til að gefa hugmynd um hvernig hægt er að fara gegnum dæmigerða “Hreinsun” á þægilegan hátt.  Þessi tillaga er lögð fram  til að sýna hversu einfalt í raun er að sinna vatns- og næringarþörf líkamans yfir daginn um hreinsitímann. Auðvelt er að breyta næringar dagskránni eftir því hverju þú ert að sinna daglega, hvernig þér líður og þá sérstaklega hvernig gengur.
8:001 vatnsglas
8:15Ristilhvati 1 1-2 teskeiðar í glas af vatni í hristibrúsa.
8:201-2 bollar af Maga og Þarma jurtate
10:00-11:002 msk. af Meltingarhvata í  1 ½ vatnsglasi í hristibrúsa.
12:00 – 13:00Grænmetissúpa og 1 vatnsglas
14:001-2 bollar af Maga og Þarma jurtate
15:00-18:002 msk. af Meltingarhvata í  1 ½   vatnsglasi í hristibrúsa.
18:301 vatnsglas
19:00Grænmetissúpa og 1-2 vatnsglös
20:00-22:001-2 bollar af Maga og Þarma jurtate
7-Daga hreinsun  – Dagar 4-7
Í flestum tilvikum verða hægðir fyrsta daginn 2-4 sinnum, síðan 1-2 yfir daginn. Við seinni hlut hreinsunar fer þetta síðan í eðlilegt horf, þér fer að líða verulega vel, þú hefur misst fullt af stöðnum úrgangi  og eiturefnum úr líkamanum, þú grennist og orkan eykst daglega.
8:001-2 vatnsglös
8:15Ristilorka 2 1-2 teskeiðar í ½ glas af vatni í hristibrúsa.
8:201-2 bollar af Maga og Þarma jurtate.
10:00-11:002-3 msk. af Meltingarhvata í  1 ½    vatnsglas í hristibrúsa.
12:00–13:00Grænmetissúpa og 1 vatnsglas
14:00 -15:001-2 bollar af Lifur og Nýru  jurtate
15:00-18:002-3 msk. af Meltingarhvata í  1 ½   vatnsglas í hristibrúsa.
19:00Grænmetisréttur og 1 vatnsglas
20:00-22:001-2 bollar af Maga og Þarma jurtate

Hollusta og rétt matarræði;

 • Fyrirbyggjandi sjúkdómavörn.
 • Bætt líðan- ….. og betra útlit.
 • Stórbætt melting.
 • Auðveldara að halda kjörþyngd.
 • Meiri orka….. og betri kraftur.
 • Minnkar lystarþörf  eftir óhollustufæði.
 • Minni líkur á ofnæmi.
 • Hægir á öldrunareinkennum.
 • Skarpari hugsun – Betra minni.