SunnanVinda

Meltingarhvati

 

Meltingarhvatinn  er 100% náttúrulegt jurtaefni;  Jurtatrefjar, sem unnar eru úr fræskurn Græðisúru,  (L. Plantago ovata, e. Desert Indianwheat )

Meltingarhvatinn  eykur rúmmál í meltingarfærum, slær á svengd, mýkir og flýtir hægðum. Nauðsynleg eftirmeðferð eftir t.d. ristilhreinsun, gagnast einnig vel við hægðatregðu, við einkennum niðurgangs, eða iðraólgu (irritable bowel syndrome).

Ristilóþægindi geta orsakast m.a. af of litlu magni af trefjum í fæðu, veldur þetta m.a.; uppþembu, garnahljóðum, hægðatregðu og/eða niðurgangi. Trefjar í fæðu nudda þarmaveggi, viðhalda styrk og hæfileika þarmavöðvanna til að dragast saman, þannig að úrgangsefni losna án óþæginda.

Fræskurn og  jurtatrefjar eru frekar tormelt og á leiðinni um meltingarveginn dregur fræskurnin upp vökva og bólgnar við það upp. Innihald þarma og ristils verður því með betri þéttleika og  ristillinn vinnur betur fæðuna auk þess að hreinsast vel.  Meltingarhvatinn myndar einnig við meltinguna, slímkennt efni, sem er mýkjandi og verjandi á þarmaveggi.

Dags skammtur;  tvisvar á dag  3 - 10 grömm (1-3 matskeiðar). Blandið 3 - 5  grömmum í  100 ml í glas af vatni eða ávaxtasafa, hristið eða hrærið þannig að efnið blandist vel og drekkið strax. Drekkið glas af vatni eftir inntöku. Best er að drekka skammtinn, sem fyrst að morgni og seinni skammt klukkustund fyrir kvöldverð. Ekki taka inn rétt fyrir svefn. Mikilvægt er einnig að drekka nóg af vatni yfir daginn 5-7 glös.

Hér á eftir eru talin upp nokkur merki um að líkaminn  segi,  að ekki sé allt með felldu í heilsufarinu. Sumt af þessu getur stafað að vandamálum í meltingarvegi og þá sérstaklega vandamála í  ristli. Séu þessi hollustu atriði skoðuð nánar og  á þeim tekið, t.d. með breyttu matarræði og ristilhreinsun er næsta víst að líkaminn láti vita um að nú sé komin betri tíð og margfalt meiri vellíðan.

 Óþægileg líkamsáhrif, sem geta stafað af slæmri og óreglulegri meltingu; 

 

Hægðatregða

 

Búkhljóð

 

Þemba

 

Stór bumba

 

Síþreyta

 

Ofnæmi

 

Húðblettir

 

Skapsveiflur

 

Andfýla

 

Mataróþol

 

Hvítt á tungu

 

Alltaf „lasinn“

 

Slæm líkamslykt

 

Höfuðverkur

 

 

  

Meltingarfærin

 

Þurrar og brotgjarnar neglur/hár

 

Aukin fyrirtíðaspenna

 

Brjósta verkir

 

Þyngdarauki

 

Sveppaóþol

 

Blöðruháls vandi

 

Vöðvaverkir

 

Þvagvandi

 

Pirringur

 

Meltingartruflanir

 

Sjóntruflanir

 

Léleg samhæfing

 

Óþolinmæði

 

Geðröskun

 

Heimildir; Matvælastofnun. Lyfjastofnun. Blessed Herbs. Vita Psyllium Industries. BÞ20/10/2010