SunnanVinda

Ristilheilsa; Ristilhvati  &  Ristilorka

 

Almennt má segja að heilsufar og almenn líðan stór batni þegar  fólk hugar vel að meltingarvegi og hreinsun þeirra mikilvægu líffæra sem vinna næringu úr fæðunni. Alltaf er best að byrja alla slíka hreinsun með ristilmeðferð,  sem hver og einn getur stjórnað sjálfur og er ekki of mikið álag á líffærin. Eitt af hlutverkum ristilsins er að þétta fæðuúrgang, vinna úr vökvum og taka við t.d. B vítamínum, sem framleidd eru í fæðuvegi og þörmum. En afeitrun og hreinsun líffæra á ekki að einskorðast við ristilinn. Jafn mikilvægt er að vinna að hreinsun nýrna, lifur og æða, já í raun allar frumur líkamans. Slíka hreinsun er hægt að framkvæma með réttu mataræði og góðum lífsstíl, föstu og jurtablöndum, sem hafa verið gerðar fyrir einstök líffæri og í flestum tilvikum er mjög góða reynsla af slíkum samelfdum jurtablöndum og oftar en ekki vísindalegar rannsóknir að baki.  Gættu því að ristilheilsu þinni, það getur skipt sköpum og verið lykilinn að varanlegri og góðri heilsu.  Sunnan Vindar hafa þróað jurtasamefli úr lífrænt ræktuðum  jurtum og öðrum náttúrulegum hráefnum, sem hreinsa og styrkja  meltingarveg og ristil.  Helstu kostir við árangursríka ristilhreinsun er  að heilsufar og líðan batnar þegar  fólk hugar vel að meltingarvegi og hreinsun þeirra mikilvægu líffæra,  sem vinna næringu úr fæðunni. Best  er að byrja alla slíka hreinsun með ristilmeðferð, sem hver og einn getur stjórnað sjálfur og er ekki  of mikið álag á líffærin.

Ristilhvati #1; Hreinsar og styrkir meltingarveg og ristil.

Ristilorka #2; Viðheldur bættri ristilheilsu og gefur nýja kröftuga orku.

Eitt af hlutverkum ristilsins er að þétta fæðuúrgang, vinna úr vökvum og taka við t.d. B vítamínum, sem framleidd eru í fæðuvegi og þörmum. Gættu því að ristilheilsu þinni, það getur skipt sköpum og verið lykilinn að varanlegri og góðri heilsu. Jurtaþrenna okkar er unnin úr lífrænt rætuðum  jurtum sem hreinsa og bæta ristilheilsu;

Ristilhvati # 1; Hreinsar og styrkir meltingarveg og ristil er unnin  úr eftirtöldum jurtum; Ragnálmi, Lakkrísurt, Viðju, Anís, Kúmen,Morgunfrú, Fennil, Læknisurt, Engifer, og Læknastokkrós. Ristilorka # 2; Viðheldur bættri ristilheilsu og gefur nýja kröftuga orku   er unnin  úr eftirtöldum jurtum; Lakkrísurt, Musteristré, Myntu,Viðju, Kúmeni, Morgunfrú, Fennil, Olífu, Papaya, Engifer og Anís. Magi og Þarmar. Jurtate, sem gott er að drekka með og eftir hreinsikúrinn. Bætir og styrkir meltinguna með eftirfarandi hollustujurtum; Hjartafró, Kamillu,Myntu, Vallhumli,Mjaðurt, Maríuþistli, Garðabrúðu,  Kúmeni, Fenniku. Notað sem hádegis– og kvölddrykkur allan hreinsitímann, góð blanda fyrir  meltingu.

Oolung Sechung  er  teið, sem Oprah  hefur verið að mæla með í þáttum sínum, þegar hún er að fjalla um góða –  og auðvelda – leið til grenningar ! Okkar Oolong inniheldur dökkt Oolung  og grænt  Sencha te, auka Rósa og Bergmyntu, hefur óvenju hátt hlutfall af náttúrulegum fjöl-jurtafenólum (polymerized polyphenol). Þessi jurtaefni vekja meltingarensím, sem stuðla að hröðu niðurboti fæðu og fitu, þannig verður aukning á allri brennslu í næringarveginum, sem síðan vinnur að náttúrlegri grenningu fituvefja. Í raun má segja að einungis 2-4 bollar af Oolong  tei á dag stuðli að því að  fækka nokkrum kílóum einungis með að styrkja meltinguna á náttúrulegan hátt auk þess að varna fituáhrifum frá kolvetnum í fæðunni. Við mælum með því að drekka Oolong   tvisvar—þrisvar á dag, eða 2 – 4 bolla. Oolong  te inniheldur smáskammt af kaffíni, þannig að best er að drekka það first á morgnana, í  hádeginu og kannski síðdegis allan hreinsitímann, ekki  seint á kvöldin. Þú getur drukkið Maga  & Þarma teið og Oolung   bæði heitt eða kalt og lagar það eins og venjulegt te, ein teskeið fyrir svona tvo bolla 3-4 teskeiðar í líter af vatni. og lætur standa 3-5 mínútur eftir að hafa hellt heitu vatni í tekönnuna eða t.d. í “þrýstikönnu” ef  tegræjur eru ekki til staðar. 

Ristilhvati og Ristilorka eru duft,  sem er blandað í glas af vatni eða safa, ein tekseið af dufti  í hálft glas. Best er nota sérstakt “hristi” glas eða krukku og hrista vel til að ekki myndist kekkir.

Hvenær er best að byrja ? Þú byrjar þegar þú ert klár, hvenær sem er. Kannski ágætt að byrja um helgi til að venjast kúrnum, laugardagsmorgunn er t.d. ágætur tími til að byrja. Borða minna, borða létt og drekka  mikið vatn eða safa. Þú byrjar á Ristilhvata  # 1, ein duftskeið í glas af vatni eða safa í 2-3 daga.

Hvernig er er best að skipuleggja hreinsitímann ?  

Ef  þú ert að vinna að ristilhreinsun í fyrsta skipti með jurtum, þá er ráðlegt

að gefa sér góðan tíma með breyttu matarræði, helst í einn til tvo mánuði.

Mundu að það hefur tekið áratugi hjá þér að safna mengandi og heilsuhamlandi

efnum í meltingarfærin og sérstaklega í  ristilinn. Mikilvægt er að drekka jurtatein og mikið af vatni eða ávaxtasafa á hreinsitímanum, glas eftir hverja inntöku og 4-6 glös yfir daginn, það er mikilvægur þáttur af hreinsiferlinum. Ef þú ert á lyfjum er rétt að taka þau klukkustundu áður en jurtir eru teknar inn. Ef heilsan er ekki góð þá er alltaf ráðlegt að ráðfæra sig við lækni eða heilsufarsráðgjafann þinn. Þeir sema fara í slíka hreinsun árlega láta nægja mánuð, svo eru aðrir sem finnst fylgja það mikil vellíðan og bætt heilsa af þeim jurtum, sem notaðar eru, að þeir  nota  hluta af   meðferðinni daglega, á það sérstaklega við blöndu #2 “Ristilorka”, en í henni eru orkuaukandi jurtir sem innihalda mikið af  vítamínum og steinefnum. Einnig  eru jurtatein notuð daglega.

Hvað er best að borða á hreinsitímanum ?     

Þó ekki þurfi að vera á sérstökum matarkúr samfara ristilhreinsun, þá er alltaf góð hugmynd að halda sig við hollustufæði;  Borðið lífrænt grænmeti og ávexti, kornmeti, hnetur og fræ er gott fæði á hreinsi  tímanum. Íslenskt sjávarmeti er alltaf hollt, en reynið að borða ekki mikið af  neinu kjöti né unnum kjötvörum, notið sem minnst af mat úr dós, sem minnst af salti, sykri, mettuðum fitum, kaffi og sleppið helst bjór og sterkum vínum. Ef þú reykir, hættu strax. Heilbrigður ristill, jákvæð flóra og  bakteríur hans er grunnur að að sterku mótvægiskerfi líkamans, góðri heilsu og langlífi. Margar mjólkursýrubakteriur og aðrar jákvæðar bakteríur s.k.”Probiotics” eða lífelfdar örverur stuðla að hreinsun og heilbrigðu meltingarkerfi.  

Hvenær sér maður árangur ? Mörgum finnst þeir finni breytingu strax á fyrstu dögum, jafnvel aukna orku strax eftir fyrstu vikuna. Ef þú  vilt “sjá” árangurinn þá fylgstu með hægðum og því sem þú losar þig við.

Er líklegt   að  maður leggi af við hreinsunina ? Já, flestir léttast talsvert, oft 2 – 10 kg. Maginn minnkar, þ.e. hann verður minna þrútinn og flatari ! Mengandi efnin sem þú losar þig við eru nú horfin og það sést á útlitinu, jafnvel þarftu að fá þér nýtt belti, allavega að herða um 2-3 göt ! Strax og líkaminn er laus við aukaálagið nýtir líkaminn fæðuna betur og viðkomandi verður ekki eins sólginn í sætindi og fitu. Að sjálfsögðu verður fæðuval þitt líka  sjálkrafa gert með ábyrgari hætti fyrst þú ert búinn að fara í gegnum þetta hreinsunarátak.

Ristilhreinsun  með jurtaþrennu okkar,  sem hreinsar og styrkir meltingarveg og ristil. Helstu kostir við árangursríka ristilhreinsun;

Fyrirbyggjandi sjúkdómavörn.

Bætt líðan -….. og betra útlit.     

Betri melting.                                         

Auðveldara að halda kjörþyngd.

Meiri orka….. og betri kraftur.

Minnkar lystarþörf  eftir óhollustufæði.                                        

Minni líkur á ofnæmi.                

Hægir á öldrunareinkennum.  

Skarpari hugsun – Betra minni.

Upplýsingar þessar eru til fróðleiks , en eru ekki ætlaðar til lækninga. Hlustaðu á líkama þinn, leitaðu frekari upplýsinga og ræddu alltaf við heilsufarsráðgjafann þinn fyrr en seinna