SunnanVinda

Um okkur -  Sunnan Vinda

 

Að vera hluti af náttúrunni ....... Náttúrulega....

Um aldir hafa menn, í öllum menningarsamfélögum víða um heiminn, notað jurtir til margvíslegra nota; til fæðu, heilsubótar og lækninga auk annarra nytja. Nútímamaðurinn, hollustu- og heilsufræði, auk heildrænna læknisfræða eru í auknum mæli, að enduruppgötva það sem forfeður okkar og mæður vissu; Notkun jurta, sem örugga og árangusríka heilsu- og fæðubætiefni. Margar jurtir eru aftur notaðar til í þessum tilgangi í dag og sem mildir orkugjafar og hollustuvernd við hinum fjölmörgu heilbrigðisvandamálum nútímans.

Sunnan Vindar hafa um árabil unnið að margvíslegum athugunum á jurtum og nytjum þeirra t.d. til tegerðar, snyrtivöruframleiðslu og fyrir ýmsar heilsu úrbætur (remediur). Við höfum starfað með og fræðst af bæði grasafólki, lyfjafræðingum, homopötum, læknum, næringafræðingum, snyrti- og nuddfræðingum.

Tilgangur þessarar vefsíðu er að koma á framfæri ýmsum fróðleik um þessi málefni, umhverfi, hollustuhætti o.fl  Einnig kynnum við hér nokkrar af þeim vörum, sem þróaðar hafa verið af okkur.

NOTUM EINUNGIS NÁTTÚRULEG HRÁEFNI

UNNIN Á LÍFRÆNAN MÁTA Í HOLLUSTUVÖRUR OKKAR

Ef þú vilt vita meira hafðu samband við: sunnanvindar@simnet.is 

Jurtaval, ráðgjöf og samantekt: Birgir Þórðarson  náttúrufræðingur  hefur annast hönnun og prófanir á jurtavörum okkar. Birgir hefur starfað um árabil við hollustuvernd og heilbrigðiseftirlit. Hann hefur lokið m.a. námi í  garðyrkjufræðum og umhverfisskipulagsfræðum, auk þess að hafa stundað nám í jurtaefnafræðum og kjarnolíuvinnslu (Phytotheraphie & Medical Aromatheraphy)  hjá Florial í Frakklandi og Lífræna vottun (Organic Ceritifacation) hjá Soil   Association í Bretlandi. Stundaði einnig nám í homopatíu hjá British College of Practical Homeopathy.                             

                                                            Sunnan Vindar    1  01  2012